ANNAR Í PÁSKUM –

DANMÖRKOUTFITPERSONAL

Staðan hérna er hreint ágæt! Ég er að færa mig yfir til Íslands eftir aðeins þrjá daga og ég viðurkenni að ég er með allskonar tilfinningar í mér. Það hentar ekki vel að vera tvíburi í þessari stöðu þar sem ég er góð blanda af ótrúlega spenntur og gjörsamlega að fara á taugum. Það er alveg ótrúlega súrríalískt að vera hætta í vinnunni sem ég verð í, í rúmlega fimm ár. Erfiðast af öllu er jú að vera í burtu frá manninum mínum. Við munum að sjálfssögðu ferðast á milli en eins og staðan er núna er allt galopið. Ég hef engin svör um hversu lengi ég verð heima eða hvernig þetta verður. Það er bæði stressandi og spennandi.  Ég reyndi að nýta páskana eins vel og ég get í að vera lifa í núinu og njóta að vera íbúðinni minni, með nánustu vinum hérna og að sjálfssögðu vera með Kasper.

Annar í páskum var geggjað veður, svo við ákváðum bara að njóta þess að vera úti og já, njódda og liffa.

Kashmír húfa: H&M
Trefill: 66Norður
Peysa: Weekday
Jakki: Acne Studios
Buxur: Dr.Denim Jeansmaker 
Skór: Common Projects

ég er ekki mikill fan af hvítum sokkum við hvíta skó – þið fyrirgefið í þetta skipti

LAGA AUGNSVÆÐI MEÐ BIOEFFECT -

Skrifa Innlegg