fbpx

ANNAR Í JÓLUM –

HOMEÍSLANDPERSONAL

Gleðileg jól kæru lesendur – vonandi eruði búin að hafa það dásamlegt yfir hátíðarnar.

Hér er fátt annað að frétta en að hér er ekkert nema hygge. Ég er heima í fyrsta skipti í hálft ár, og ég bókstaflega eyði öllum tímanum mínum í að knúsa hundana, mömmu, systurdætur mína og fjölskyldumeðlimi. Ég bara trúi ekki hvað þetta er dýrmætt, og ég gæti ekki elskað jólin meira hvað þetta varðar. Hér tók á móti mér jólasnjór og alvöru Seyðfirsk vetrar upplifun. Hér snjóar og blæs til skiptis og ég gjörsamlega elska það.

Æ ég veit ekki, eins og alltaf, þá verð ég bara tilfinningasamur, þakklátur og djúpt hugsi yfir hátíðarnar og þetta er bara, já, gjörsamlega yndislegt.

Dagurinn í dag var mega flottur svo það byrjaði á að ég og mamma fórum út með hundana, og þaðan fórum við með Dagnýju systir og stelpurnar hennar á sleða, þaðan joinaði Urður systir hópinn og seinna kom pabbi og Arnar bróðir, og við fjölskyldan lékum okkur bara eins og krakkar á ný.

Geri wallballs-in mín með stelpurnar, mjög hentugt –

Þakklæti þakklæti þakklæti krakkar!

FLEIRI JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN -

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1