fbpx

ANDLEGT NÁMSKEIÐ HJÁ RVK RITUAL – MÍN UPPLIFUN

ÉG MÆLI MEÐYNDISLEGT

Ég og systir mín fórum í námskeið hjá Rvk Ritual sem, jah, dramatískt nok breytti svolítið lífi mínu. Námsskeiðið er 4 vikna netnámskeið og gúrúarnir mínir tveir Eva Dögg og Dagný Berglind standa á bakvið það. Eva hefur tvisvar verið í Helgaspjallinu og sló þar gegn í þáttunum sínum. Hún er hafsjór af visku og hefur kennt mér svo ótrúlega margt og námsskeiðinu er þetta eins og lítill skóli af samanhjúpað af Evu og Dagnýju og útkoman er mögnuð.

Á námskeiðinu er kennt ýmislegt tengt heilsu, andlegri og líkamlegri og að setja sjálfan sig í forgang. Við lærðum meðal annars um jógaheimspeki, hljómar flókið, eða það hljómaði flókið fyrir mig en það var alveg ótrúlega fróðlegt. Hugleiðslutækni, öndurnaræfingar, markmiðasetning, næring fyrir líkama og sál. Það voru allskonar verkefni líka, eins og dagleg hugleiðsla, sem ég hef verið að fikta með, en fannst gjörsamlega geggjað að vera með verkefni og ég fann hvað mig hlakkaði til að setjast niður og hugleiða. Ég var reyndar mjög heppinn að hafa magnað umhverfi þegar ég var á námsskeiðinu, en ég hugleiddi meira og minna uppí fjöllunum á Seyðisfirði. Engu að síður, þá fannst mér það vera eiginlega að opna dyr fyrir hausinn á mér, því ég hef verið að hugleiða reglulega síðan.

A powerful 4 week online class to elevate and transform us into our best selves.”

Það er líka farið útí stjörnumerki og stjörnukort hvers og eins, ég var reyndar kominn með mitt svo mér leið eins og nemandanum sem þið vitið, var búinn með verkefnið á undan öllum. Kannski í annað skipti sem það hefur gerst hjá mér, en sæt tilfinning, ætla ekki að ljúga hoho. En æ ég sakna eiginlega bara að vera í þessu nú þegar ég skrifa um þetta, og ég skrifa þetta því ég mæli svo einlægt með þessu námsskeiði, er svo þakklátur Evu og Dagnýju. Við fáum svona spjallgrúppu á námsskeiðinu þar sem við töluðum saman um það sem við vorum að læra og ræddum um allskonar andlegt og heilandi.

    
Hugleiðslustaðirnir góðu – 

 

HÉR getiði séð allt um The Ritual Class eins og þetta heitir – innilega mæli með.

@helgiomarsson

HÚÐLÆKNASTÖÐIN -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1