fbpx

AFMÆLISFERÐ TIL RÓMAR

PERSONALTRAVEL

Ekki fyrir svo löngu horfði ég á Eat Pray Love, dásamleg mynd og skilaboðin falleg. En það skiptir kannski öllu, EN .. í myndinni fer hún til Rómar, að borða alvöru ítalskan mat, því sú sögulega forna matargerð og brögðin hafa verið legenderísk þá og nú. Hingað til hef ég ekki verið mikið aðdáandi ítalskar matargerðar. Finnst spagettí ekkert rosalega gott, eða pasta almennt. Finnst ítalskar pizzur yfirleitt frekar misheppnaðar, æ þið náið myndinni.

SVO! Ég gerði eins og Liz Gilbert (Eat Pray Love gellan) og fór til Ítalíu að borða alvöru ítalskan mat. Mér finnst það hreinlega ekki passa að ég borði ekki þennan mat. Svo ég ákvað að fara og finna alvöru staði, með alvöru ítölskum mat og alvöru hráefnum, og borða, og hreinlega gefa ítalskri matargerð stóran og feitan séns.

Ásamt því að ég fór þangað til að borða, þá fór ég í smá afmælisferð með kæró, við semsagt gáfum hverjum öðrum þessa ferð í afmælisgjöf. Í fyrra vorum við í París OG NÚ, Róm!

Róm var að öllu leyti stórkostleg, hún minnir ótrúlega á París, nema bara í Ítölskum búning að sjálfssögðu. Á hverju horni er eitthvað fallegt og hvert sem maður horfir sér maður magnaðan arkitektúr og allskonar fallegt, svo maður naut borgarinnar í hverju skrefi. Plús, maður getur labbað allt. Ekkert metro, taxa vesen, bara labba.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Verð ekki þreyttur að sjá myndirnar mínar útum Evrópu, mjög skemmtilegt!

Processed with VSCOcam with a8 preset

.. ooooog mættir!

Processed with VSCOcam with a8 preset

Processed with VSCOcam with a8 preset

Bakgarðurinn okkar, ekki slæmt, ekki neitt.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Þetta var tildæmis bakvið hótelið okkar. Einum of fallegt.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Processed with VSCOcam with a8 preset

Trén voru einstaklega falleg líka, pínu Lion King, þið vitið, tréð sem Rafíkí bjó í minnir mig? Held ég sé að tala um réttu teiknimyndina ..

Processed with VSCOcam with a9 preset

Ég bað konuna á afgreiðsluborðinu um að benda okkur á alvöru ítalskan veitingastað með alvöru gooood ítölskum mat. Hún mældi aldeilis með þessum, lofsamaði hann.

rom09

.. og ég fékk þetta. Gaf þessu feitan séns líka. Þetta er semsagt klassískur ROMAN DISH, alveg autentískt. Þetta smakkaðist ágætlega, gef þessi tvær stjörnur af fimm.

Processed with VSCOcam with a7 preset

Fallegt á leiðinni heim.

Processed with VSCOcam with a7 preset

Ég átti afmæli daginn eftir svo ég keypti afmælisgjöf handa sjálfum mér, gríðarlega sáttur þarna. Helmut Newton bók á schpottprís!

rom12

Reyna njóta síðustu klukkutíma sem tuttugu og fjögra, já fólk, we ain’t gettin’ younger!

Processed with VSCOcam with a9 preset

ÓKEI! SORRY! REALTALK! Ég ætla ekki að láta eins og ég sé bara að taka mynd af þessum bílum, nenniði að tékka ma arms? Ég leit til hliðar og fékk bara svona hhvvvur anskotinn. Hendin á mér hefur aldrei litið eins vel út á þessum herramannsdegi, hvort svosem þetta sé spegillinn (seljið mér svona ef svo er) eða hvað. Þegar ég sit núna við tölvuna og horfi á hendina á mér sé ég ekki svona monster, en hey, góð mynd. Beint í profile pic. Djók. Hugsa útí það. Kv Helgi massi alltíeinu

Processed with VSCOcam with a9 preset

Uppáhaldsstaðurinn minn í Róm, staðfest.

Processed with VSCOcam with a9 preset

Slæsu HEAVEN – allskonar. Borðuðum þarna tvisvar og ég gólaði bæði skiptin. Ef þetta er alvöru ítölsk pizza þá unnu þessar slæsur alveg!

Processed with VSCOcam with a8 preset

Vatíkanið, drepflott.

Processed with VSCOcam with a7 preset

Ókei ég tók reyndar fyrst myndina af Kasper, og svo gargaði ég “ÉG VIL LÍKA SVONA MYND” .. greyjið maðurinn.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Nei þetta var allt svo flott. Í alvöru damn.

Processed with VSCOcam with a9 preset

Getum við gert bara eina svona brú heima á Íslandi? Þær eru ansi margar í Róm. Gerum bara EINA á Íslandi, koma svo.

Processed with VSCOcam with a9 preset

Processed with VSCOcam with b5 preset

Processed with VSCOcam with a9 preset

Ég bað reyndar ekki um þessa mynd. Svo þarna er ég alvöru kúl, lofa.

Processed with VSCOcam with a9 preset

Hefði ég getað labbað framhjá þessari búð? Nei.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Þessi mynd er tileinkuð Urði systir, Dagnýju systir, Anítu vinkonu og Unnar vinkonu. Friends aðdáendur fatta kannski afhverju.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Svo gistum við síðustu nóttina hérna, mjög ánægður með svítuna <3

.. djek

Processed with VSCOcam with a8 preset

Processed with VSCOcam with a8 preset

Þessi karl var mesta krútt í heiminum, hann sótti okkur og skutlaði okkur á flugvöllinn. Hló endalaust af útvarpinu og var með ofur sæta munchkin rödd. Sakna hans pínu.

Mæli með Róm, virkilega virkilega mikið!

NEW IN: REEBOK

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1