fbpx

Að komast á toppinn ..

GLEÐIINSPERATIONALTHOUGHTS

Í kvöld átti ég samræður við góða vinkonu mína, sem ég hreinlega næ ekki úr höfðinu á mér. Fyrir ári síðan horfði ég uppá þessa vinkonu mína steinliggjandi á andlegum botni, og ég labbaði inní herbergið hennar á hverjum degi og hvatti hana til að standa og fá sér að borða, taka stuttan labbitúr með mér til að fá frískt eða hvað sem er, en eitthvað annað en að liggja þarna í svörtu holunni sinni. Á þessum tímapunkti var hún í sálfræðimeðferð til að vinna úr þeirri depurð sem dróg hana niður í gegnum dagana sína. Ég virkilega horfði uppá góðu æskuvinkonu mína hrærast í sínu eigin svartholi og þótti mér erfitt að horfa uppá það, og það eina sem ég beið eftir var að eitthvað inní henni mundi meðtaka þá hjálp sem var verið að veita henni í sálfræði meðferðinni.

Í kvöld leitaði ég til hennar, í rauninni til að fá ráð hjá henni. Í gegnum samtal okkar tilkynnti henni hvað ég væri ótrúlega stoltur af henni og þeim andlega árangri sem hún hefur náð á síðastliðnu ári. Hún deildi því með mér hvernig henni liði í dag og sagði svolítið við mig sem hefur sitið fast í mér síðan hún sagði þetta. En það var nákvæmlega þetta hér:

 

“Ég óska öllum þess að komast á þennan stað, því þetta er besti staður í heimi.

 Búin að vera á botninum. Ég er svo heppinn að komast hingað, á toppinn bara.

 Maður hefði aldrei trúað þessu.”

 

Að komast á toppinn, þetta var og er hennar toppur.

“Að komast á toppinn” hefur eflaust öðruvísi þýðingu fyrir marga. Fyrir mér þykir mér toppurinn sem kæra vinkona mín ræddi um meira heillandi.

Ég er svo heppinn að hafa fengið leiðbeiningu í gegnum minn andlega bata, en hér með hvet alla sem berjast við depurð eða eru í einhversskonar stríði við sjálfan sig, að reyna klifra uppá umræddan topp, hvort svosem með hjálp sálfræðings, lífsþjálfara, fjölskyldumeðlims eða einhvers annars. Ég tek undir Söndru vinkonu, ég óska öllum þess að komast á þennan stað, því þetta er besti staður í heimi.

 

Ef við þurfum að vinna fyrir innri hamingju – þá er það vinnunnar virði.

happy

Fyrir áhugasama skrifaði Sandra vinkonu pistil inná Bleikt.is um reynslu sína, og hægt er að finna hann HÉR.

I WANT - NIKE.

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1