fbpx

Spurt & svarað: Að koma útúr skápnum.

Fékk áhugaverða spurningu;

” .. værir þú til í að skrifa um þína upplifun á að koma útúr skápnum? Var það erfitt?”

Að koma útúr skápnum er frelsi. Það er að loksins anda frísku lofti.  Það er að sjá allt lífið réttum augum eftir að hafa verið með ranghugmyndir í hausnum í langan tíma. Það er alltaf erfitt og maður eru alltaf stressaður um hvernig vinir, fjölskylda og almennt fólk mun taka því. Munu þau tala við mann öðruvísi? Munu þau fjarlægjast mann? Það eru allskonar spurningar sem þjóta um hugann er maður kemst nær því að átta sig almennilega á hver maður er og hvaða kyni maður laðast að.

Þetta er í rauninni ekki einfalt, maður er alltaf hræddur. Það sem þarf þó að hafa í huga er að okkar elskulega Ísland er líklegast fremst allra landa í heiminum hvað varðar samþykki og umburðarlyndi í sambandi við samkynheigð. Aldrei hef ég orðið fyrir áreiti á Íslandi. Íslendingar eru til fyrirmyndar og er ég ávallt þakklátur að koma frá Íslandi.

Það var pabbi minn sem hjálpaði mér hvað mest að koma útúr skápnum. Hann gaf mér þau orð sem gáfu mér allt það hugrekki til að koma út. Eftir okkar tíma saman þá leið mér eins og ég væri kominn út fyrir sjálfum mér, og tók hugrekkið sem ég fékk frá pabba til að segja fólki frá því með sjálfsöryggi. Ég var heppinn með það viðmót sem ég fékk frá fjölskyldunni. Það voru aðilar í fjölskyldunni sem var sett á stór spurningamerki um hvernig þau mundu bregðast við, en þau tóku þessu eflaust hvað best! Með því að vera hommi hefur það einnig kennt fjölskyldunni, þá er ég að tala um ömmurnar og afarnir og þau öll sem kannski þekktu ekkert annað en að fólk væri bara með hinu kyninu, ekki sama. Það er jú ekkert nema jákvæður hlutur. Ef þau skilja þetta ekki, gefðu þeim tíma, ef þau eru á móti þessu, þá mundi ég segja að það er skylda okkar að setjast niður með þeim og útskýra og fá þau til að skilja, í staðinn fyrir að fyrir að fela sig.

Hver og einn á að standa með sjálfum sér og sinni kynhneigð.

Að vera ástfanginn er dásamlegur hlutur, hvort svosem maður sé samkynhneigður eða gagnkynhneigður. That’s what it’s all about – að vera ástfanginn, finna ástina og gefa sína eigin ást. Ég fæ mig aldrei til að skilja fólk sem er á móti þessu, á móti samkynhneigð. En ég stend allavega upp fyrir samkynhneigð, og hef alltaf látið í mér heyra ef einhversskonar óviðeigandi ummæli eru í garð samkynhneigðar.

Baráttan um rétti samkynhneigðra er enn í gangi og við eigum frekar langt eftir, en við erum aldeilis á góðu róli og megum vera mjög þakklát fyrir það.

Foreldrar spyrja sig eflaust “Hvað með barnabörnin?” – Foreldrarnir mínir eiga allavega eftir að fá nokkur barnabörn frá mér, kannski verður það mér erfitt, en er vissum að langa leiðin að eignast barn er sé þess virði. Eflaust ekkert betra í lífinu en að eignast barn.

Að vera samkynhneigður er frábært, ég mundi ekkert vilja vera öðruvísi, ég er ánægður að vera ástfanginn af þeim sem ég verð ástfanginn af og ég samgleðst innilega öllum þeim sem taka skrefið að koma út. Því það er frelsi, og það er ekkert betra en frelsi.

xx

Helgi Ómarsson – stoltur hamingjusamur hommi.

 

Septum piercing? Á ég?

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Bergrún Íris

    30. May 2013

    :) frábær skrif Helgi :) þú ert yndi!

  2. Helga Eir

    30. May 2013

    Ég var með gæsahúð allan tímann sem ég las :) Þú stendur þig svo vel!

  3. Úlfar Viktor

    30. May 2013

    Þú ert gull af manni Helgi, takk fyrir að hafa áhrif :)

  4. Nanna Imsland

    30. May 2013

    Yndislegur Helgi minn. Falleg skrif :)

  5. Theodóra Mjöll

    31. May 2013

    Yndislegt og fallega orðað. Ég er líka svo sammála með að ást er bara ást! Það skiptir ekki máli á milli hverns eða hverra það er, heldur er ást svo einföld (og flókin í senn).
    Fólk sem skilur það ekki held ég sé einfaldlega ekki með næginlega mikla ást í sínu hjarta.

    xxx

  6. Tinna

    17. July 2013

    þú ert bara sórkostlegur elskan mín. Elska hvað þú ert einlægur og góður penni.

    Þú ert one of a kind vinur og mund alltaf vera mér svo mikilvægur. Elska þig