fbpx

50.000 KRÓNA MUNUR – PRADA X ADIDAS

MEN'S STYLESTYLE

Tískan er allskonar, allskonar getur verið silly og allskonar getur verið stórkostlegt. Í þessum tilfelli sem við ætlum að ræða í dag er – silly. Að mínu mati ..

Nýlega tilkynnti Adidas og Prada að það yrði samstarf þeirra á milli, mjög spennandi. Sérstaklega hversu fallegar línur og hönnunin hjá Miuccia Prada blessuninni er stórkostleg. Það er óhætt að segja að ég sé mögulega mest heillaður af Prada sem svona high fashion merki. Jæja, næsta skref, samstarfið er greinilega í kringum Adidas Superstar skónna. Ég velti mikið fyrir mér hvernig útfærslan yrði og útkoman var vægast sagt skúffandi ..

Afhverju?

Adidas Superstar fékk Prada límmiða á sig –

Förum yfir þetta:

 Hér eru Adidas Superstar – verðið á þeim er sirka 85$ dollarar eða í kringum 12.000 kr íslenskar

  Detail-arnir

Við könnumst flest við skónna, og munum hvernig þeir eldast ;-)

Leður og allt þetta –

Hér má sjá Prada skónna:

Öðruvísi gæði á leðrinu, eins og má sjá á strípunum – smáatriðin! En eru þau 50.000 króna virði?

Hér eru Prada Adidas skórnir – kosta rúmlega 60.000 krónur –

Gæðin góð – svo sannarlega – en come on –

Hvað segi þið, er þetta þess virði?

Heyrumst!

@helgiomarsson

HÁRIÐ RAKAÐ AF - AFHVERJU?

Skrifa Innlegg