Í fyrradag varð ég 27 ára og það er asnalegt að segja það en mér kveið smá fyrir að verða 27 ára. Finnst það eitthvað svo stór og boring tala í staðinn fyrir 26. Ég komst mjög þæginlega í gegnum þennan dag og það að sjálfssögðu bara forréttindi að fá að eldast, og eldast heilbrigður. Ég er að fara í gegnum tímabil sem mér finnst mér ég vera læra alveg ógeðslega mikið um sjálfan mig þessa dagana og vanalega hef ég alltaf sett ómeðvitaða pressu um að afmælisdagarnir mínir eiga að vera solid góðir og allskonar blalala. En í ár, þá langaði mig svo innilega bara að eiga rólegan dag og njóta. Borða góðan mat, hitta gott fólk, njóta veðursins og punktur. Mér fannst það mjög frelsandi tilfinning og ég býst við að þessi hugsunarháttur sé kannski bara partur af því að eldast! Hahaha –
Ég átti allavega fullkominn afmælisdag – hann hefði varla geta orðið betri.
Kæró klikkar aldrei – hann spurði mig hvað mig langaði í morgunmat og ég var alveg harður á því að mig langaði í Weetos. Það hefur aldrei verið til Weetos í Köben, en það er nýkomið SOOOO.
Brunch með kæró á Wulff & Konstali – mjöööööööög næs staður!
Þessi vaffla uppi í horninu, sssheeeeeeetttt – svo góð!
Elsku Ragga vinkona bauð okkur heim þar sem við borðuðum endalaust á meðan við urðum tönuð. Hún er alveg einstök vinkona.
Eftir allt saman borðuðum við á Ban Gaw, sem er besti Tælenski maturinn í Kaupmannahöfn.
Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars
Skrifa Innlegg