Mér datt í hug að ég mundi deila með ykkur það sem stendur uppúr frá árinu sem er að líða, 2012.
Hér geri ég það í myndum og örfáum orðum.
Ég ákvað að flytja aftur til Seyðisfjarðar. Aðeins í burtu frá öllu sem var án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífi mínu. Jebb, þetta eru allt mínir pokar og töskur.
Ég eyddi miklum tíma með mömmu og litla bró – ásamt pabba líka. Eyddi miklum tíma í yndislegri náttúru á Seyðisfirði. Stór partur af árinu mínu.
Myndaði mögulega uppáhalds verkefnin mín, Mood Make-Up School lokaverkefnin.
Fékk tækifærið til að vinna með Hörpu Einars í nýrri fatalínu sem hún gerði fyrir Moss, ótrúlega ánægður og algjörlega eitt af mínu highlights. Ótrúlegt að vinna með henni.
Myndaði fatalínuna Malla Johansen.
Hélt til Kaupmannahafnar fljótlega eftir 21 árs afmælið mitt og skemmti mér konunglega, hver einasti dagur var ekkert nema gleði & ánægja.
Þessar tvær skilja eftir stórt spor í hjartanu mínu eftir árið.
Ég hélt ljósmyndasýningu þar sem ég fékk einum of yndislegt fólk með mér í lið.
Ég myndaði brúðkaup Tinnu vinkonu í yndislegu umhverfi sem var svo ótrúlega fallegt og gleymi því seint.
Sylvía Briem, vinkona mín & fyrirsæta kom til mín til Seyðisfjarðar og við gerðum saman heilt look book fyrir Oroblu við yndislegar aðstæður og umhverfi, ekkert nema gaman.
Ég rakaði af mér allt hárið í þeim tilgangi sleppa ákveðnu taki. Jebb, það stendur uppúr!
Eins og öll önnur ár, þá stendur LungA auðvitað uppúr. Skemmti mér konunglega.
Bræðslan á Borgarfirði stendur uppúr, ótrúlega skemmtilegt.
Þetta er algjörlega top 5, þar sem þetta er ekki bara einn besti þynnkudagur sem ég hef upplifað, heldur er þetta einn af bestu dögum ársins. Mikið voruð við þunn – sum en undir áhrifum en anskoti hvað var gaman.
Þessi dagur stendur hvað mest uppúr, dagsferð í Vöðlavík með yndislegu fólki, sjaldan átt eins góðar stundir. Þessi dagur stendur uppúr á öllum mínum 7,661 dögum sem ég hef lifað.
Standapartýin á Seyðisfirði í sumar!
Ég byrjaði að blogga á Trendnet! Hér erum við bloggararnir saman (vantar þó Þórhildi og Theodóru!) kvöldið síðan fór í loftið.
Ég fór til Barcelona að vinna í auglýsingu.
Svo fór ég til New York, einnig til að vinna.
Ég flutti til Kaupmannahafnar, ein af betri reynslum sem ég hef átt. Mikið sakna ég Köben.
Ég kynntist þessum.
Ég tók þátt í sjónvarpsþættinum Ljósmyndakeppni Íslands og kynntist þar dásamlegu fólki.
Lára og Óli giftu sig og ég fékk að mynda það fallega brúðkaup.
Þessi engill stendur líka alltaf jafnmikið uppúr árunum mínum.
Æskuvinir mínir hafa opnað augum mín helling.
Þetta ásamt svo mörgu öðru og öðrum mótaði mig og gerði árið að því sem það var. Ég átti fleiri fallega og hamingjusöm augnablik en þau sem eru hér, ég gerði fleiri verkefni sem ég er ánægður með. Upplifði margt sem ekki hægt er að leggja gjald á.
Mitt erfiðasta og lærdómsríkasta ár er loks á enda. Hlakka til að taka á móti því nýja.
Ég er búinn að skrifa svo mikið síðustu tvo daga að mig verkjar í fingurna.
Ég ætla að skella mér í sturtu, klára mín uppgjör og fara fagna nýja árinu sem er alveg að koma.
Takk fyrir árið sem er að líða kæru lesendur! Eigði yndisleg áramót. x

































Skrifa Innlegg