Heimasætan öskraði hamingjuóp þegar hún sá snjókorn falla rétt fyrir háttatímann í gær. Það voru því örlítil vonbrigði að vakna við rauðar götur í dag fyrir eina fimm ára. En brrr mikið var okkur samt kalt þegar við fórum út úr húsi og þannig var það í allan dag.
Kaldara loftslag kallar á hlýrri flíkur. Ég tók saman smá lista af þeim sem mættiu hanga á mínum herðatrjám þessa notalegu desember-daga.
Unisex úlpa sem greip auga mitt strax. Ég myndi klæðast henni yfir jólakápurnar. Þessi myndi aldrei bregðast mér í kuldanum.
Frá: 66°Norður
Hnésíð kápa eftir Alexander Wang.
Frá: Gotta, Laugavegi
Hlýtt frá toppi til táar í þessum skósíða fake fur.
Frá: AndreA Boutiqe
Army úlpa með skemmtilegum deatailum.
Frá: Vila
Ullarjakkinn Klaustur. Íslenskt já takk.
Frá: Farmers Market
Þennan mátaði ég á dögunum.
Frá: Selected Femme
Fínt eða “kasjúal”? Þessi gengur í bæði.
Frá: Zara
Holly and White er merki í verslunum Lindex. Kemur mér sífellt á óvart.
Frá: Lindex
Glæsilegur frá Lee. Hannaður sérstaklega í tilefni 125 ára afmælis merkisins.
Frá: Geysir
Basic er best.
Frá: SUIT
Svartur fake fur passar við allt.
Frá: Gallerí 17
Dásamlegi biker jakki úr ull.
Frá: Acne/KronKron
_
Þetta og fullt fleira er í boði í íslenskum verslunum fyrir jólin. Flíkur sem hlýja. Eitthvað fyrir alla.
Velkominn vetur konungur (!)
xx,-EG-.
Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg