Í dag á miðjubarnið mitt, Trendnet, afmæli. Ég er svo stolt af þessari síðu og hvernig hún hefur þróast síðustu árin. Ég er líka svo þakklát fyrir allt fólkið sem skrifar á henni og þá sem hafa skrifað á henni í gegnum tíðina – allt vinir mínir og svo frábært folk sem hafa náð langt, hver á sínu sviði. Mér finnst alltaf svo gaman að segja frá því að á Trendnet höfum við aldrei valið inn í hópinn eftir fylgjendum á samfélagsmiðlum eða öðru eins, það er alltaf tekið inn fólk sem okkur finnst passa í hópinn. Eins reynum við að hafa ólíka einstaklinga sem bæta hvort annað upp, frekar en að það sé keppni innanborðs. Hér eru allir í sama liði og það er svo dýrmætt að vera partur af svoleiðis hóp.
Með samfélagsmiðlum hefur conceptið sálfkrafa breyst örlítið frá því að Trendnet vefsíðan sé í aðalhlutverki. Nú eru samfélagsmiðlar eins og Instagram og story þar orðið eins konar blogg og því er Trendnet kannski svona hatturinn yfir alla samfélagsmiðlana.
Takk takk takk allir sem kíkja stundum við – þið eruð best!
Ég fagna afmælisdeginum á tískuvikunni í Kaupmannahöfn ásamt mínu fólki. Fylgist endilega með okkur í beinni: HÉR og HÉR
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg