fbpx

TÍSKUVIKA MEÐ ÖÐRU SNIÐI

FASHION WEEKLÍFIÐ

Gleðilega danska tískuviku! Oftast er þessi vika ein sú skemmtilegasta á árinu þegar Íslendingar hrúgast til Kaupmannahafnar og ég hitti alla tísku vini mína á eina og sama staðnum – en nú er öldin heldur betur önnur.

En hvað gera hönnuðir þegar það er ekki hægt að halda tískusýningar með eðlilegum hætti? Miklu miklu færri taka þátt á meðan aðrir bjarga sér með nútíma leiðum, takk tækni! HÉR getið þið fylgst með dagskránni næstu daga.

Flest merkin standa fyrir opnum sýningarherbergjum þar sem við getum komið við flíkurnar (eða hvað?) og innkaupamenn kaupa inn flíkur fyrir næsta season. Allir tímar eru bókaðir til að geta framfylgt sóttvarnarreglum og ég hef trú á að það eigi eftir að ganga vel.  Svo er það bara eins og gengur, að hver og einn verður að taka ábyrgð og hugsa um sig og sína.

Ég ætla að vinna smá í höfuðborginni í vikunni og þið getið fundið mig á Instagram í beinni á story (@elgunnars)  – ég lofa að sýna ykkur vel hvað bíður okkar. Best of á Fahsion Week – eins og ég er vön, en mögulega á smá rólegra tempó-i en áður.

Ég hlakka samt eiginlega mest til að knúsa (lesist olnboga hæ) þessar sætu mæðgur á morgun. Þetta erum við síðast þegar við hittumst í Köben – alltaf svo gaman saman <3 AndreA og besta Bella (Andreudóttir) sem er alveg að verða fullorðin og löngu búin að ná fram úr okkur stubbafélugunum í hæð.

Notes Du Nord haust 2020
Notes fæst hjá Andreu í Hafnarfirði – allt vörur sem voru keyptar í janúar en eru að koma í búðir á Íslandi þessa dagana. 

Sjáumst á ferðinni!

xx,-EG-.

 @elgunnars á Instagram

8 ÁRA TRENDNET

Skrifa Innlegg