fbpx

TIGNARLEGT TREND FYRIR HAUSTIÐ

MAGAZINETREND

Lestu Lífið, fylgirit Fréttablaðsins í dag þar sem ég fer yfir eitt af hausttrendum ársins.
___

11948042_10153474855836253_1527352772_n
Ertu búin að finna þér slá fyrir haustið? Burberry byrjaði og fleiri tískuhús fylgdu fast á eftir. Chloé, Sonia Rykiel, Phillip Lim og Acne eru dæmi um hönnuði sem taka þátt í þessu tignarlega trendi. Flík sem var svo áberandi á tískupöllum hátískuhúsanna fyrir haustið. Jákvæði punkturinn er sá að það ættu allir að geta fundið eina við sitt hæfi.

Nú er sá tími ársins sem við Íslendingar tökum vel á móti. Haustið er mætt með allri sinni fegurð og jafnframt rútínu og reglu. Haustinu fylgir líka skemmtilegasti tíminn í búðunum með nýjum girnilegum flíkum sem hentar okkar veðurfari vel.

 

Hlýjar yfirhafnir verða staðalbúnaður í klæðaburði og því fögnum við þegar hátískan sýnir mismunandi kosti og fjölbreytileika. Í ár verða ekki einungis ullarkápur og treflar sem taka á móti okkur heldur er úrvalið mikið af slám sem hægt er að nota á marga vegu. Trend sem við ættum flestar að geta tekið þátt í þar sem þær eru fáanlegar á öllum verðbilum í fataverslunum landsins. Byrjum á að leita í skápunum af gömlum slám sem legið gætu í felum, þær gætu vel leynst framlega því þetta er flík sem kemur reglulega fram á sjónarsviðið. Ef við finnum eina slíka erum við með verðmætasta gripinn í höndunum en ef leitin ber ekki árangur þá eru hér hugmyndir úr nokkrum íslenskum verslunum.

AndreA Boutiqe_24900
AndreA Boutiqe: 24.990 ,-Lindex_fall
Lindex: 7995,- 

VeroModa_5990
Vero Moda: 5.990,-

Vila_5990 væntanlegt
Vila: 5.990,-

FarmersMarket_18700

FarmersMarket: 18.700,-

Zara_9995
Zara: 9995,-

Slánna er hægt að nota á margvíslegan hátt. Yfir léttari jakka, undir þyngri kápu og auðvitað eina og sér – það sem hentar hverju sinni. Þeir sem vilja setja punkt yfir i-ið bera hlýjan og fallegan feld fyrir fínni tilefni.

Gleðilegt tignarlegt haust!
Elísabet Gunnars

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Re-issued Calvin Klein

Skrifa Innlegg