fbpx

LANGAR: ÞESSAR TVÆR

LANGAR

Sjáið þið þessar tvær …. 

Það besta við að finna lyktina af haustinu er löngunin sem fylgir fyrir hlýrri klæðum. Þá fáa daga sem ég hef stoppað hér á klakanum hef ég þakkað fyrir að fá að klæðast fleiri lögum og þá einna helst þeim yfirhöfnum sem ég skyldi eftir hér fyrr í sumar. Það hefur verið lítil not fyrir þær í heitara loftslaginu heima. Yfirhafnir eru uppáhalds flíkurnar mínar og þessa dagana dreymir mig um nokkrar nýjar með þessar að neðan sem fyrirmynd, báðar úr haustlínum hátískuhúsanna.

Chloé Pre-Fall 2015

Chloé Pré Fall 2015

Sonia Rykiel Pre-Fall 2015


Sonia Rykiel Pré Fall 2015

Það er eitthvað svo tignarlegt við að bera slá. Það kæmi mér ekki á óvart ef við ættum eftir að sjá þær mun víðar á næstu misserum í allskonar útfærslum. Fallegar flíkur sem setja punktinn yfir i-ið, eins og við sjáum vel hér að ofan. Ég hugsa að nákvæmlega þessar verði aldrei mínar en það má vel láta sig dreyma. 

Langar ..

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Bylgja Ýr

  18. August 2015

  Chloé sláin er guðdómleg..ahh! Þú ert svo sniðug að finna ódýrari lausnir. Hefuru ekkert fundið fyrir þessa?

  • Elísabet Gunnars

   19. August 2015

   Nei ekki ennþá .. en ég leggst í leit asap :)