English Version Below
Á dögunum eignaðist ég fallegt handklæði úr hönnun TAKK Home. Hér að neðan er sonurinn minn umvafinn því eftir sunnudagsbaðið fyrr í kvöld.
Persónulega hef ég aldrei átt eins fallegt handklæði og ég er því alveg í skýjunum með þessa fínu viðbót inn á baðherbergið.
TAKK Home er ný íslensk hönnun tveggja kvenna, Ollu og Drafnar, sem hafa skapað gæðavöru sem ég kann vel að meta.
Megináhersla hönnunarinnar er einfaldleiki, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfið.
Þessi tyrknesku handklæði er þeirra fyrsta vara. Þau koma í nokkrum stærðum og gerðum en ætla mætti að stærri gerðin sé heldur hið fallegasta teppi eins og sjá má á myndinni.
Það verður gaman að fylgjast með TAKK Home vaxa og dafna næstu árin. Hef trú á því að merkið eigi eftir að hitta í mark hjá fleirum en mér. Nú þegar má finna hönnunina í mörgum betri verslunum, meðal annars í Epal og Snúrunni.
Áfram íslensk hönnun! Meira: HÉR
//
I am so happy with my new Turkish towels from the Icelandic label TAKK Home.
The brand is new and the towels are their first products. I have a good feeling about this and look forward to see them grow.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg