Tileinkið ykkur tískulestur á föstudagsmorgnum þar sem ég tek fyrir mismunandi efni hverju sinni í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Í dag: Svona rúlla herrarnir í haust ..
September mánuður er mættur með sínum gráu dögum og kaldara loftslagi. Það er þó hægt að taka þessum tíma árs með bros á vör, svo lengi sem maður er klæddur eftir veðri.
Tískan fer sífellt í hringi og einstaka bylgjur koma og fara með reglulegu millibili. Eitt af því sem er áberandi á herranna þetta haustið er úrvalið af rúllukragapeysum í anda áttunda áratugarins. Tom Ford, Kenzo, Sandro og Hermès eru dæmi um hönnuði sem bjóða uppá hlýju í hálsinn og hentar þessi flík íslensku veðurfari einkar vel.
Rúllukragapeysurnar má finna í ýmsum útgáfum – veglegri þykkari peysur eða þynnri, svokallaða rúllukragaboli. Rúllukragarnir geta sett punktinn yfir i-ið á heildarlúkkið og virka bæði fínt og í kaldan hversdagsleikann. Klæðumst bol undir skyrtur eða við þykkari peysur á meðan við tökum rúllukragapeysurnar í örlítilli yfirstærð og notum við beinar eða niðurþröngar buxur. Flestar yfirhafnir fara flíkinni vel en grófur frakki og lakkskór er lúkk sem undirrituð kann að meta á karlmönnum.
Rúllukraginn er góð haustgjöf fyrir makann því hann virkar ekki síður fyrir konur. Oversized rúllukragapeysa á köldum vetrardegi er hin fullkomna flík fyrir hana. Svo herrar, felið flíkina vel ef þið ætlið að halda henni fyrir sjálfa ykkur út veturinn.
Hér má finna fimm flottar frá íslenskum verslunum, fyrir hann.
Selected: 10.900,-
Libertine Libertine, Húrra Reykjavik: 18.900,-
(Þessi mynd gerir flíkinni ekki greiða. Hún er í fallega karrýgulum á slánnum. Sjón er sögu ríkari ..)
JÖR by Guðmundur Jörundsson: 19.800,-66°Norður: 24.500,-
Góða helgi og happy shopping!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg