Sumarfrí er … knús í kaf.
Ég tek ekki mörg tímabil á ári þar sem ég leyfi mér að vera róleg á blogginu, nú stendur þó eitt af þeim yfir… þið vonandi fyrirgefið það. Þetta árið fáum við fjölskyldan tvær vikur í sumarfrí saman áður en handboltinn hjá manninum byrjar aftur. Það er ekki hægt að segja að atvinnumennirnir okkar fái marga daga á ári í afslöppun en það er allavega verið að njóta í botn þann stutta tíma sem við fáum að þessu sinni.
Það er mikilvægt að kúpla sig út af og til og ég reyni að njóta sem mest og best hér í hitanum (þið sem eigið börn vitið að fjölskyldufrí er þó ekki eintóm afslöppun) … ;)
//
Just wanted to say HI here from my vacation in Spain. A typical family vacation where we just want to relax and don’t plan anything. Sometimes you just need that and the children love it.
I am letting my self take a small brake on the blog but you can follow me, chillin on my water melon, on Instagram story (@elgunnars).
Staðan er þessi … busl og knús í sundlauginni. Á þessari fínu vindsæng sem heimasætan valdi í súpermarkaðnum fyrr í dag.
Frá því í vor hafa margir spurt um hattinn hans Gunnars Manuels. Ég hef auðvitað svarað þeim fyrirspurnum í gegnum samskiptamiðla en ekki komið því að á bloggið. Sá er keyptur í Petit frá merkinu Serendipity.
Hlýjar kveðjur yfir hafið xx sjáumst í beinni: HÉR
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg