fbpx

SUIT REYKJAVIK

FRÉTTIRSHOP

Danska fatamerkið Suit hefur vaxið hratt. Á Íslandi hefur verslunin GK selt það undir sínum þökum en mesta úrvalið hefur hingað til verið fyrir strákana. Með sumrinu verða breytingar því stærri dömulína en áður er væntanleg fyrir ss14. Á Íslandi verður gert mun betur en að panta inn stærri pöntun því sérstök Suit búð er væntanleg á Skólavörðustíg fyrir jólin.
1005119_10151540932226871_143957802_n

 

Ég heyrði í Ásu Ninnu Pétursdóttur, eiganda, og spurði hana út í nýja spennandi verkefnið. 

,,Við erum að opna 1. flagship búðina í heiminum. Hún mun heita Suit Reykjavík og verður staðsett á Skólavörðustíg. Þetta verður tveggja hæða búð á fjórum pöllum og fengum við hönnunarteymið HAF til að sjá um innanhúshönnunina. Stílinn verður mjög ferskur og spennandi.
Suit hefur hingað til einbeitt sér að herrafatnaði en er núna búin að ráða til sín nýjan kvenhönnuð. Vor og sumar dömulínan sem kemur í búðina í byrjun febrúar er mjög flott og miklu stærri en áður. Við munum opna síðuna SUIT.is þar sem hægt verður að nálgast myndir af vörunum, myndir úr búðinni, helstu fréttir, blog og svo munum við einnig opna þar netverslun eftir áramótin.”

 

Þetta er brot af því sem að koma skal næsta sumar:

1371376_10151809667236871_950504542_n 1420367_10151809667231871_1179819308_n 1454332_10151809667241871_1881669761_n 702421_10151809667226871_962239238_n 1395300_638134896218557_1999443263_nSS14

Ég er vægast sagt spennt fyrir meiri kvenfatnaði frá þessu fína merki og hvað þá í fallegu umhverfi í 101 Reykjavik. Verðið á vörunum hjá Suit er rosalega gott, sem að mér finnst mjög stór plús og ykkur örugglega líka.

xx,-EG-.

XO

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Salka Þórðardóttir

  5. November 2013

  Dásamlegar fréttir! Ég er ástfangin af þessu merki… þægileg og vönduð föt á góðu verði

  • Elísabet Gunnars

   5. November 2013

   Sammála :)