NEW IN: MOSS BY KOLBRÚN VIGNIS

LOOKNEW INTÍSKAUPPÁHALDS

Í byrjun nóvember kom Moss by Kolbrún Vignis í verslanir Gallerí 17 en ég er svo skotin í þessari línu. Línan endurspeglar stílinn hennar Kollu & flíkurnar hafa einnig fallegan 70’s vibe. Ég er mjög hrifin af lita palettunni í línunni – en þar kemur rauði liturinn mjög sterkur inn í samblöndu við svartan. Línan inniheldur fullt af fallegum flíkum – mínar uppáhalds eru rauða ullarkápan, wrap kjóllinn, leðjurjakkinn, klúturinn & að sjálfsögðu þetta æðislega dress sem má sjá hér að neðan.
Ég er mjög stolt af Kolbrúnu enda er þessi lína ótrúlega falleg & einstök. Takk æðsilega fyrir mig – & til hamingju Kolbrún! Endilega smellið á hjartað ef ykkur líkar við outfit dagsins!

English version
In the beginning of November the collaboration, Moss by Kolbrún Vignis released in Gallerí 17. I really like this collaboration, this collection reflects Kolbrún’s aesthetic & the garments have this beautiful 70’s vibe. I am also very fond of the color palette in this collection, the red color goes well with the black. The collection contains lots of beautiful garments – my favorite are the red wool coat, wrap dress, the leather jacket, the scarf & of course this gorgeous suit see here below. I am very proud of Kolbrún! This line is beautiful & unique! Congratulations Kolbrún! Click on the heart if you like todays outfit!

x Þetta geggjaða suit er úr Moss by Kolbrún Vignis línunni/ This gorgeous suit is from the Moss by Kolbrún Vignis collab – 

GK GLEÐUR & GEFUR

SHOP

UPPFÆRT

Með hjálp random.org fékk ég upp happatölu dagsins = 89

Það komment sem situr í því sæti er Anna Diljá Sigurðardóttir.

30. May 2015
Ég hef verið að leita að þessum fullkomnu gallabuxum ég veit ekki hversu lengi, væri ekki leiðinlegt að geta loksins átt þær í fataskápnum :)

Gallabuxurnar verða þínar.
Vinsamlegast hafðu samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.


Takk allir sem tóku þátt.

_

GK Reykjavik færði sig nýverið um set og stendur nú undir sama þaki og SUIT verslunin glæsilega á Skólavörðustíg 6. GK er í sumarstuði og bíður uppá 20% sumarafslátt fyrir viðskiptavini um helgina, með troðfulla búð af nýjum vörum. Ekki slæmt!

Ég valdi mínar uppáhalds vörur … skoðið vel og vandlega.

11227886_10153280757115734_3072930495955378115_n
1. Eldheitt Calvin Klein veski sem gert  er úr “man made” leðri punkturinn yfir i-ið.

11230726_10153269960920734_588429740820613394_n
2. GK tekur á móti nýjum gallabuxum frá Won Hundred strax eftir helgi. Þessar heita Marlyn og eru í þessum fullkomna gallabuxna bláa lit sem við leitum svo oft eftir. Þröngar niður, góðar í mittið, ekki of háar og ekki of lágar. Gerðar úr stretch efni. Hlakka til að máta!

SUIT
3. Falleg 100% merinó peysa frá SUIT FEMALE.
Dásemd sem kom í 3 litum hægt er að nota einnig með V að framan. Sé mikið notagildi í henni þessari!
_

Hvað af vörunum að ofan heillast þú mest að?
Ég sæki mikið í þau merki sem eru í boði í versluninni og því tilvalið að fá að gleðja lesendur með vörum sem kalla nafnið mitt – efst á óskalista, og þið njótið góðs af því.

gkgledi

Veldu nú það sem að þér þykir best !

1. Undursamlega Calvin Klein veskið gæti orðið þitt?
2. Hinar fullkomnu gallabuxur … sem endast!
3. V Peysa sem kallar á kynþokka!

Það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á sumarglaðning frá GK Reykjavik.

1. Skrifa komment á þessa færslu.
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við GK & Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skilyrði fyrir þátttöku)

Ég dreg út vinningshafa á þriðjudag (02.06.15)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

HAUSTGLEÐI HJÁ SUIT

SHOP

Fyrir ykkur sem verðið á flandri í 101 Reykjavík í dag þá veit ég af haustfagnaði í verslun SUIT á Skólavörðustíg. Verslunin er full af nýjum vörum sem þau ætla að bjóða með 20% afslætti í dag.
Afþví að afslátturinn er bara þennan eina dag, þá ákvað ég að láta ykkur vita af því.

Þessar mættu rata í minn poka –

 10610511_592288444216828_8447706580942951945_n10620674_592323687546637_1918101574573424502_n 10659166_592323580879981_3671625322560208450_n  10710564_593112400801099_8368901279102606802_n 10616014_592288407550165_445840488300295848_n1907437_592324434213229_7057925118224844380_n

Heyrst hefur að Sísí Ey ætli að spila nokkur lög.

Happy shopping!

xx,-EG-.

OUTFIT

101 REYKJAVÍKANDREA RÖFNNIKEOUTFIT

Sneakerball Nike fór fram á föstudaginn síðasta eins og eflaust flestir tóku eftir. Mikil stemning ríkti í Norðurljósasal Hörpu þar sem hinar ýmsar gerðir af Nike skóm voru sjáanlegar. Við vinkonurnar röltum saman úr heimahúsi og niður í Hörpu og vorum stoppaðar af túristum sem skildu hvorki upp né niður í því afhverju við værum allar íklæddar Nike skóm á leiðinni út á lífið. Sneakerball kom virkilega vel út og það var gaman að skemmta sér á óhefðbundinn hátt sem þennan.

x

photo

Skór: Nike Air Huarache Toppur: ZARA – Buxur: SUIT úr GK Reykjavík

xx

Ekki amalegur vinahópur sem ég á..

xx

Andrea Röfn

 

Annað Dress

Annað DressFashionLífið MittNýtt í FataskápnumShopStíll

Mér datt í hug að gera það nú fyrir hefð að leyfa sögunum á bakvið flíkurnar sem ég klæðist í dressfærslunum að fylgja alltaf með. Ég gerði það fyrir einhverju síðan að velja nokkrar uppáhalds úr fataskápnum og segja frá þeim en þessar beisik flíkur eiga kannski ekki alltaf heima í svoleiðis færslum.

Á Laugardaginn áttum við mjög góðan dag sem hófst á sundferð í Mosfellsbæ – þvílík snilldarlaug og fullkomin fyrir börn. Við vorum öll uppgefin eftir rennibrautafjör dagsins en Tinni Snær var að fá nýja kúta sem við urðum að vígja. Barnið er svo öruggt í sundi – mögulega einum of en hann fór alveg einn og óstuddur ábyggilega 30 sinnum í pínulitlu rennibrautina í vaðlauginni og tók ekki í mál að fá hjálp. Lítill sjálfstæður drengur sem ég á. Foreldrarnir fylgdust auðvitað mjög vel með og staðsettu sig sitthvorum megin við rennibrautina en litli strákurinn okkar var svo duglegur og fékk sér svo góðan blund eftir á.

annaðdress

Skyrta: Þessi glæsilegi gripur er búin að vera alltof lengi inní skáp og alltof langt frá síðustu notkun. Ég fékk hana í GK Reykjavík fyrir nokkru síðan en hún er frá merkinu SUIT. Var á frábæru verði og ég sá fyrir mér að nota hana frekar við fínni tækifæri. Það var nú meira ruglið í mér enda er þetta akkurat flík sem er hægt að nota við svo ótalmörg tilefni, líka bara í vinnuna við svartar buxur og mögulega skemmtilegt vesti!

Buxur: Hér sjáið þið mínar all time uppáhalds frá merkinu Pieces sem fæst hér á landi í Vero Moda og VILA. Buxurnar heita Funky og eru með gat á hnjánum. Þessar fylgdu mér heim frá Kaupmannahöfn og vegna mikilla eftirspurna í verslunum hér fyrir ofan tókst snillingunum í VILA á Íslandi að hafa uppá þeim og þær fást nú í verslunum merkisins í Smáralind og Kringlunni. Ég notaði tækifærið og keypti mér aðrar buxur til að eiga þegar hinar væru orðnar úr sér gengnar. Ég er mjög ánægð með þá ákvörðun enda of notaðar eins og margar ykkar hafa eflaust tekið eftir:)

annaðdress2

Hálsfesti: Þessi skemmtilega hálsfesti kom heim með mér úr Vero Moda fyrir nokkru síðan. Festin kostaði 3490kr og var á afslætti því ef ég man rétt var ein af þessum síðustu miðnæturopnunum Kringlunnar í gangi. Ég er búin að nota þessa nokkuð oft en hún er tilvalin við svona einföld dress – svört og hvít og passar einhvern vegin við allt!

Förðun: Ljómandi húð eins og venjulega í aðahlutverki hjá mér. Hér er það CC kremið frá Estée Lauder sem er í aðahlutverki yfir húðinni en það er í miklu uppáhaldi hjá mér og eitt það besta sem er fáanlegt í þessum flokki hér á Íslandi. Svo fann ég einn klassískan varalit frá Lime Crime ofan í skúffu sem ég hef ekki notað lengi en hann er pastel orange litur sem ég setti bara yfir varirnar með fingrunum því ég vildi ekki of þétta áferð bara smá ljóma og lit á varirnar.

annaðdress3

Skór: Ég er skófíkill með fíkn á háu stigi – hafið þið tekið eftir því! Mig langaði svo mikið í svona týpu af strigaskóm fyrir sumarið og auðvitað komu þessir skemmtilegu hlébarða skór í nýjustu sendingunni hjá Bianco. 12900 kr fyrir þessa töffaraskó sem ég klæddist bæði á föstudaginn og laugardaginn. Mér fannst koma dáldið skemmtilega út að bretta uppá buxurnar við skónna sem ég fór bara berfætt í. Annars held ég að það sé líka gott að vera í tátiljum í þessum skóm svona til að koma í veg fyrir að það setjist lykt í þá :)

annaðdress4

Einfalt og þæginlegt dress og skórnir fullkomnuðu heildarlúkkið. Gaman að breyta til og vera í einföldum fötum en munstruðum skóm. Áfram heldur munstur æðið mitt!

EH

Fullkominn mæðradagur

Lífið MittNýtt í FataskápnumTinni & Tumi

Mæðradagurinn var alveg fullkominn í alla staði en þetta er eiginlega svona fyrsti dagurinn sem ég fæ útaf fyrir mig en á síðasta ári héldum við nafnaveisluna hans Tinna Snæs á mæðradaginn svo við mæðginin deildum honum.

Ég var vakin með pakka en ég fékk þessa fallegu hvítu peysu sem sonur minn valdi víst alveg sjálfur í versluninni Suit á Skólavörðustíg. Sjálf var ég í verkefni í gær og þeir feðgar kíktu í bæinn í buxnaleiðangur fyrir pabbann – sonurinn sá víst þessa peysu, greip hana og neitaði að yfirgefa verslunina án hennar, dáldið krúttlegt:)

mæðradagur14 mæðradagur13 mæðradagur11 mæðradagur10

Eftir smá morgunkúr lá leið okkar á Café Flóru í Grasagarðinum þar sem ég var búin að heyra af dýrindis brunch sem væri í boði þar. Við erum mikið brunch fólk og ég elska að prófa nýja staði – hingað til hefur The Coocoo’s nest verið okkar staður en nú veitir Café Flóra harða samkeppni og ég mæli með að fólk prófi brunchinn þar. Það er opið alla daga frá 10-22 og þessi staður er auðvitað algjör perla og ómissandi að kíkja í heimsókn á sumrin.

mæðradagur9 mæðradagur8

Ég keypti skýjadress á soninn hjá Petit.is – hrikalega kjút!

mæðradagur7 mæðradagur6

Appelsínumarmeðlaði – sýróp og rauðrófu hummus – slurp!

mæðradagur5 mæðradagur4

Tengdapabbi slóst í lið með okkur í Grasagarðinn – frábær félagsskapur:)

mæðradagur3 mæðradagur2

 

mæðradagur

Fullkomin morgunstund með uppáhalds strákunum mínum og einum auka:)

Ég vona að allar mæður hafi átt dásamlegan gærdag – lífið varð svo miklu betra eftir að ég varð mamma – ég þreytist ekki við að segja það né skrifa og ég mæli hiklaust með þessu hlutverki. Til hamingju með gærdaginn mæður!

EH

 

Páskakjóllinn & förðunin

AugnskuggarLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistMitt MakeupNýtt í Fataskápnum

Ég splæsti á mig nýjum fallegum kjól fyrir páskana ég fékk fyrir honum í versluninni Suit á Skólavörðustígnum fyrir páska og mér fannst allt flott við hann. Kjóllinn er með litríku printi og því þótti mér við hæfi að hafa dáldið einfalda förðun en mig langaði samt að gera eitthvað aðeins meira við andlitið á mér og tók því fram nýju augnskuggapallettuna mína.

Ég notaði nýju Naked 2 pallettuna mína frá Urban Decay fyrir páskaförðunina ég ákvað að hafa hana bara mjög náttúrulega og einfalda í takt við húðina. Ég notaði litinn Verve sem ljósari tóninn og Pistol í skygginuna, blandaði þeim vel saman til að mýkja áferðina og lét litina deyja út við augnbeinið. Ég var virkilega ánægð með útkomuna en svo notaði ég brúnan blautan eyliner til að gefa augunum smá skerpu.

páskakjóll6

Hér sjáið þið svo nærmynd af þessari einföldu augnförðun – það eina sem þarf er UD Naked 2 pallettan og Starter Set förðunarburstasettið frá Real Techniques!

páskakjóll8

Húð: 
5 sec Blur Primer frá Garnier – Big Easy farði frá Benefit – True Match hyljari frá L’Oreal – Wonder Powder frá Make Up Store – Terra Cotta sólarpúður frá Guerlain.

Augu: 
Naked 2 augnskuggapalletta frá Urban Decay – Master Precise eyelinertúss frá Maybelline í litnum Forrest (brúnn) – So Couture maskarinn frá L’Oreal.

Varir:
Varalitur frá MAC í litnum Hue.

páskakjóll7

Ég tók þetta að sjálfsögðu alla leið og skellti á mig páskanaglalakki – mér fannst þessi pastelguli litur alveg fullkominn. Þessa dagana set ég aldrei á mig naglalakk án þess að nota Rapi Dry yfirlakkið frá OPI. Gula lakkið er frá L’Oreal og heitir Lemon Meringue nr. 850.

páskakjóll3

Hér sjáið þið svo fína kjólinn í allri sinni dýrð – ég er rosalega skotin í honum enda er þetta snið ekta ég. Ég á ótrúlega erfitt með að klæðast aðsniðnum fötum – þannig hef ég verið í mörg ár – ég get ekki einu sinni verði í alvöru brjóstahaldara!!! En þessi kjóll er úr ótrúlega léttu og þæginlegu efni sem ég man ómögulega hvað heitir og aftur þá nenni ég ómögulega ekki að fara inní skáp og tékka á miðanum ;)

Kjóll: Suit Skólavörðustíg – fæst HÉR ef þið hafið áhuga
Sokkabuxur: Shock Up 60 den, Oroblu
Skór: Bianco

páskakjóll

Þessi er líka fullkominn í brúðkaup, verst að mér hefur alla vega ekki enn borist boðskort í neitt slíkt á næstunni – en ég gef ekki upp vonina enn!

Gleðilegt sumar yndislegu lesendur ég vona að dagurinn ykkar hafi verið jafn góður og minn. Ég vona svo sannarlega að sumarið framundan verði töluvert betra en það síðasta alla vega veðurlega séð.

EH

GJAFALEIKUR: TIL HAMINGJU ANDREA ÝR

Þúsund þakkir fyrir frábæra þátttöku í SUIT leiknum góða kæru lesendur. Það er greinilegt að gjafaleikir gleðja ykkur eins og þeir gleðja mig. 339 manns hafa sett inn beiðni um dress síðustu tvo sólarhringa og var mitt verk því alls ekki auðvelt.

Ég tók út mín top10 komment og valdi úr þeim vinningshafann sem mér finnst viðeigandi að þessu sinni.
Körfuboltastelpan Andrea Ýr fær draum sinn uppfylltan frá æðislegu búðinni sinni.
Andrea samdi jákvætt ljóð þess efnis að hún ætli sér að vera glöð í allt sumar fái hún dressið að gjöf. Vonandi verður það raunin ;)

photoDSCF2724 DSCF2721
Sendu póst á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

Jiii hvað er gaman að gleðja.

Takk þið hin sem tókuð þátt.
Eigið dásamlega páska elsku fólk.

xx,-EG-.

GJAFALEIKUR: SUITUM OKKUR UPP

 Ég vona að flest ykkar hafi nú þegar skoðað nýja netverslun SUIT sem vel er kynnt á forsíðu Trendnet þessa dagana. Ég kann vel við SUIT, verslunin sjálf á Skólavörðustíg er svakalega vel heppnuð og merkið sjálft er dönsk tíska á sanngjörnu verði.

Ég gerði mér ferð í verslunina í Íslandsferð minni og mátaði nokkur vel valin dress sem ég ætla að gefa ykkur færi á að eignast kæru lesendur!

photo

DRESS 1 

DSCF2744DSCF2739DSCF2747
Blússa: HÉR
Buxur: HÉR

DRESS 2
DSCF2731DSCF2715
Kápa: HÉR
Körfuboltatoppur: HÉR

 

DRESS 3

DSCF2703 DSCF2696DSCF2704

Að ofan: HÉR
Að neðan: HÉR

DSCF2733

* Veldu nú það sem að þér líkar best við *

Það sem þið þurfið að gera til að vinna ykkar uppáhalds dress:

1. Skrifa komment á þessa færslu með númeri þess dress sem þið óskið ykkur en gaman væri að heyra hvers vegna það varð fyrir valinu.
2. Skráðu þig á póstlista Suit og fáðu upplýsingar um nýjungar og tilboð – HÉR
3. Smelltu á Facebook “Like” hnappinn á þessari færslu hér niðri til hægri.

Ég dreg út vinningshafa á miðvikudagskvöld!

Dressum okkur upp fyrir páskana … í þetta skiptið frítt í boði SUIT.

xx,-EG-.

LANGAR: VB SUIT KJÓLL

LANGARSHOP

article-2420412-1BB8231A000005DC-760_306x423  Victoria+Beckham+Dresses+Skirts+Day+Dress+6dZTy2TSbeux

Ég hef haft augastað á kjól úr sumarlínu Viktoriu Beckham í dálítinn tíma. Ég er svo hrifin af lausa peplum sniðinu  – það lúkkar.
Það er líklegt að ég hafi tekið betur eftir honum þegar hönnuðurinn sjálfur klæddist honum og seldi mér hann enn frekar.

Ég ákvað að deila með ykkur lönguninni þegar ég rakst á SUIT kjól í heimsókn minni í verslunina á Skólavörðustíg. Álíkur að mörgu leiti og meira að segja í rétta litnum.

Hvað finnst ykkur?

DSCF2760 DSCF2761 DSCF2762
Þennan væri hægt að klæða upp og niður …

Langar.

xx,-EG-.