fbpx

Fullkominn mæðradagur

Lífið MittNýtt í FataskápnumTinni & Tumi

Mæðradagurinn var alveg fullkominn í alla staði en þetta er eiginlega svona fyrsti dagurinn sem ég fæ útaf fyrir mig en á síðasta ári héldum við nafnaveisluna hans Tinna Snæs á mæðradaginn svo við mæðginin deildum honum.

Ég var vakin með pakka en ég fékk þessa fallegu hvítu peysu sem sonur minn valdi víst alveg sjálfur í versluninni Suit á Skólavörðustíg. Sjálf var ég í verkefni í gær og þeir feðgar kíktu í bæinn í buxnaleiðangur fyrir pabbann – sonurinn sá víst þessa peysu, greip hana og neitaði að yfirgefa verslunina án hennar, dáldið krúttlegt:)

mæðradagur14 mæðradagur13 mæðradagur11 mæðradagur10

Eftir smá morgunkúr lá leið okkar á Café Flóru í Grasagarðinum þar sem ég var búin að heyra af dýrindis brunch sem væri í boði þar. Við erum mikið brunch fólk og ég elska að prófa nýja staði – hingað til hefur The Coocoo’s nest verið okkar staður en nú veitir Café Flóra harða samkeppni og ég mæli með að fólk prófi brunchinn þar. Það er opið alla daga frá 10-22 og þessi staður er auðvitað algjör perla og ómissandi að kíkja í heimsókn á sumrin.

mæðradagur9 mæðradagur8

Ég keypti skýjadress á soninn hjá Petit.is – hrikalega kjút!

mæðradagur7 mæðradagur6

Appelsínumarmeðlaði – sýróp og rauðrófu hummus – slurp!

mæðradagur5 mæðradagur4

Tengdapabbi slóst í lið með okkur í Grasagarðinn – frábær félagsskapur:)

mæðradagur3 mæðradagur2

 

mæðradagur

Fullkomin morgunstund með uppáhalds strákunum mínum og einum auka:)

Ég vona að allar mæður hafi átt dásamlegan gærdag – lífið varð svo miklu betra eftir að ég varð mamma – ég þreytist ekki við að segja það né skrifa og ég mæli hiklaust með þessu hlutverki. Til hamingju með gærdaginn mæður!

EH

 

Frískleg húð með freknum

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sara

    12. May 2014

    Æðisleg peysa, vel valið hjá stráknum :)