fbpx

Frískleg húð með freknum

Ég Mæli MeðFarðarGuerlainHúðLancomeLúkkMakeup ArtistMakeup TipsSpurningar & SvörSS14

Ég fékk senda fyrirspurn um daginn frá lesanda sem bað mig að deila með sér nokkrum ráðum fyrir húð með freknum. Hana langaði meðal annars að fá ráðleggingar um vörur sem gerðu húðina fallega og leyfðu freknunum að njóta sín án þess að fela þær.

Mér finnst fátt gera húðina jafn frísklega og fallega eins og freknur. Ég fæ svona eina og eina en undir hægra auganu er ég með tvær freknu klessur sem gleymdist að dreifa vel úr á meðan ég bakaðist í maganum á mömmu minni svo á sumrin er eins og ég sé með brúna klessu undir öðru auganu og fólki leiðist ekki að benda mér á að ég sé skítug í framan. En mér þykir óskaplega vænt um freknu klessurnar mínar og þegar þær koma fram þá vil ég alls ekki fela þær. Svo ég luma að sjálfsögðu á nokkrum góðum ráðum sem fleiri freknu elskendur geta vonandi nýtt sér.

Léttur farði:

Ég mæli auðvitað með léttum förðum þá mjög þunnum eins og Face & Body frá MAC eða nýja uppáhaldinu mínu Miracle Air de Teint frá Lancome – farði sem er léttari en F&B, ég hélt það væri bara ekki hægt! Þá lagið þið bara áferð húðarinnar, gefið henni fallegt yfirborð og dragið úr t.d. roða og gráum þreytutóni í húðinni. Auðvitað er líka upplagt að nota létt lituð dagkrem eins og nýja Miracle Skin Creamið frá Garnier eða bara BB krem þau eru auðvitað langflest ótrúlega létt!

Lancome-Teint-Miracle_Air_de_Teint

Til að draga aðeins úr freknum:

Sumir fá kannski rosalega mikið af freknum og dökkar og vilja jafnvel draga aðeins úr þeim. Þá er sniðugt að velja léttan farða sem gefur miðlungs þekju. En þegar kemur að litavali þá er best að velja lit sem er mitt á milli húðlitar ykkar og freknanna. Þannig þekið þið þær ekki alveg og ef þið notið alltof ljósan lit þá getur komið svona óheppilegur grár tónn yfir freknurnar.

Enginn farði:

Svo er auðvitað annað ráð og það er að byrja á því að nota krem með auðvitað  góðri SPF yfir alla húðina. Bera svo primer eins og Garnier Optical Blur kremið yfir yfirborð húðarinnar til að laga áferðina, draga úr sýnileika fínna lína og svitaholna og nota svo örlítinn hyljara í kringum augun, nefið og varirnar. Þá myndi ég velja léttan hyljara eins og gullpennann frá YSL eða nýja ljómahyljarann frá Shiseido. Passið bara að blanda hyljaranum saman bið primerinn til að jafna áferðina.

Instant Tan:

Krem sem gefa samstundis sólarkysstan lit yfir húðina eins og Bronzing Gelið frá Sensai, nýja litaða SPF gelið frá Lancome og Joli Teint út Terra Cotta línunni frá Guerlain draga fram freknurnar líka og gefa húðinni um leið mun fallegri lit. Fullkomið til að nota þegar þið eruð komnar með smá lit í andlitið. Síðast nefnda kremið er algjör snilld en það sameinar farða og húðvöru í eina vöru og gefur húðinni um leið sólkyssta áferð og dregur þannig fram freknurnar.

Guerlain-Terracotta-Joli-Teint-Healthy-Glow-Fluid-Foundation

Fyrir olíumikla húð:

Ef þið eruð með olíumikla húð sem glansar mikið þá er upplagt að nota gott steinefnafarðapúður yfir húðina. Púðrið gefur matta áferð og ef þið setjið bara létt af því t.d. með venjulegum púðurbursta ekki of þéttum eins og kabuki bursta þá fáið þið bara létta þekju og freknurnar skína fallega í gegn.

Bleikt í kinnarnar:

Ég las einhver tíman að það að nota bleikan kinnalit gerði það að verkum að freknurnar yrðu mun meira áberandi. Ég hef ekki prófað þetta sjálf en ég þarf klárlega að gera það ef ég fæ einhverjar freknur í sumar. Það er auðvitað upplagt að nota fallegan bleikan varalit eða jafnvel gloss og gefa húðinni ljóma um leið!

Ég vona innilega að þetta hafi svarað nokkrum freknu spurningum en einnig er í vinnslu færsla um ráð og húðvöruráðleggingar fyrir olíumikla húð (búin að fá heilmikið af fyrirspurnum um hana eftir færsluna um þurru húðina) og ráð til að koma húðinni í form fyrir sumarið – ég er með fáránlega mikið af spennandi vörum fyrir hana ;)

EH

Dagsetningin ákveðin...

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  12. May 2014

  Þetta finnst mér það fallegasta …

 2. Fríða

  12. May 2014

  frábært takk fyrir þetta!
  Kv. freknufés

 3. Herdís

  12. May 2014

  Flott færsla :) Gafst upp á að nota farða fyrir mörgum árum en elska BB krem sem fela freknurnar bara alls ekki :) Hyljarar eru líka svolítið erfiðir því þeir geta skilið eftir freknulausa bletti á húðinni sem er frekar áberandi, sérstaklega á sumrin! En mælir þú með einhverjum sérstökum steinefnafarða?

  • Já þú verður helst að vera með þessa léttu og ljómandi hyljara og þá bara helst í kringum augun og varirnar svona til að gefa smá ljóma ;) En ég hef bara ekki prófað neinn steinefnafarða (þ.e. púðurfarða) nema frá Youngblood og mér líkaði mjög vel við hann – ég nota hann líka mikið þegar ég er að farða konur með blandaða húð og finnst hann koma vel út á öllum ;)

 4. Thorunn

  12. May 2014

  Var einmitt að prófa Lancome farðann um daginn- mmm hvað ég elska hann…..vantar bara freknurnar. Safna þeim í sólinni eftir 2 vikur :D