fbpx

Dagsetningin ákveðin…

FallegtInnblásturLífið Mitt

Fyrir tæpum tveimur árum síðan bað Aðalsteinn mín á fallegum sumardegi í garðinum í Fredriksberg í Kaupmannahöfn. Ég sagði að sjálfsögðu já og við ákváðum að við myndum gifta okkur árið 2015 – þá yrði Tinni Snær orðinn það stór að hann gæti aðeins tekið þátt í veisluhöldunum með okkur. Við höfum ótal sinnum rætt þetta en kannski aldrei beint ákveðið neitt fyr en nú í síðustu viku. Þá tókum við nokkrar stórar ákvarðanir sama dag – dagsetningu, bóka ljósmyndara, aðalréttinn og staðsetningu!

Síðan þá ligg ég yfir Pinterest og safna góðum hugmyndum fyrir allt á einn stað. Það er vægast sagt margt sem þarf að hugsa um til að gera daginn fullkominn. Ég þyrfti eiginlega að gera tékklista en ég hugga mig þó við það að rúmlega ár er til stefnu.

9bc6d7f41ded694ecbcf4eec2be3a9a5 8ef000be0a8d1d90810eab7bba5f56b3 22f38aefe2cf2f1765e6ceead99bf8a5 2e1e91342a14e2397fe22d2a3c4b9eda 5dcdf8c652130e5f9c3561f42b0c66c1 b8ca76d34e4f03cd114cf045754be7d6 371e1f39d4cd85e5b69aa1c8a51be056 99629f5a7638f12556d25669ab87801d 289ffbd0dab464f1b2be30d72e367199 d35655ad5b0271424fc5eecb7a3fe274 459681c356932faed21c77ac1b874e6a b0f1c61769e63f677a538996044075aed398fce24ed00aa2c4e213d06716f03f 8355d0fc2df900ef10f68531e94773ee4b4ca1920a01e759db8a622d41d27d53

Það sem veldur mér mestu hugarangri er kjóllinn sjálfur en ég hef ekki hugmynd um hvernig ég vil hafa hann – ég er þó komin með aðeins fleiri hugmyndir núna heldur en ég hef verið með en þær eru helst tvær og þær eru mjög ólíkar. En ég er þó ákveðin í því að láta sauma á mig kjól en ekki kaupa einhvern tilbúinn.

Höfuðskrautið er líka ákveðið en ég hef aldrei viljað vera með mikið slör ég vil svona net yfir augun mér finnst það ótrúlega fallegt en eitt slíkt leynist uppí skáp hjá ömmu minni – það sama og hún gifti sig með. Mér þætti voða gaman að fá það að láni hjá henni enda er ég skírð í höfuðið á henni og hún amma mín er ein af uppáhalds manneskjunum í lífi mínu og við erum rosalega góðar vinkonur. Við getum talað saman í margar klukkustundir um allt milli himins og jarðar og svo gladdi ég hana mikið þegar Tinni Snær fæddist þar sem hann var fyrsti strákurinn til að fæðast inní fjölskylduna hennar í 23 ár – hún hafði orð á því að hún væri voða fegin að þurfa ekki að prjóna meira bleikt í bili.

Hver veit nema ég leyfi ykkur að fylgjast með undirbúningnum einnig þigg ég góð ráð ef þið lumið á slíkum:)

EH

Lífið í Instagram myndum

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

 1. Guðrún Gylfa

  11. May 2014

  Innilega til hamingju með komandi brúðkaup…
  ég mæli með að vera timanlega í öllu og virkja alla í kringum sig (það eru yfirleitt allir tilbúnir að hjálpa til fyrir svona merkilegan dag) og svo bara að reyna að minnka stress og njóta njóta og njóta :)

 2. Valdís

  11. May 2014

  Jiiiii enn spennandi :D

 3. Herdís

  11. May 2014

  Hæhæ,
  Til hamingju með verðandi brúðkaup!
  Þar sem ég elska Pinterest líka þá verð ég að deila með þér síðunni hjá henni mömmu en hún er með frábærar hugmyndir fyrir brúðkaup á síðunni sinni.
  Vona að þetta gefi þér skemmtilegan innblástur fyrir næsta sumar.
  http://www.pinterest.com/sivvaa/

  P.s takk fyrir frábært blogg. Ég elska að prófa þær snyrtivörur sem þú mælir með :)

 4. Jóhanna Edwald

  11. May 2014

  vá hvað þetta er spennandi! :D góða skemmtun í undirbúningnum elsku Erna Hrund! :*

 5. Guðrún Vald.

  12. May 2014

  Til hamingju! :) Það er fátt skemmtilegra en að undirbúa brúðkaup!

 6. Elísabet Gunnars

  12. May 2014

  Úllala … spennandi. Sammála með að láta sauma kjól.

  • Er þaggi – ég er auðvitað búin að panta flottasta hönnuðinn og mestu skvísu sem ég þekki í það starf ;)

  • Aldís

   12. May 2014

   Ég er alltaf að bæta einhverju í . .. og nei, ég er ekki að plana neitt sjálf, en verð vel undirbúin.. ef það verður einhverntímann ;) ** hef áhuga á þessu öllu saman, it´s my job **