fbpx

Lífið í Instagram myndum

Lífið MittTinni & Tumi

Nokkrar frá síðustu vikum…

Screen Shot 2014-05-08 at 11.04.36 PM

Ég splæsti í tvo Velvetines liti frá Lime Crime um daginn og þeir komu með póstinum í gær. Ótrúlega flottir litir sem gefa alveg matta áferð á varirnar. Sá dökki er alveg sjúkur – hlakka til að sýna ykkur þá betur. Svipaðar vörur fást hjá Bourjois og Sleek hér á Íslandi.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.04.47 PM

Spennandi nýjungar frá Estée Lauder, Bobbi Brown og MAC sem komu heim með mér í gær – Bronze Goddess ilmurinn frá Estée er æðislegur. Mjúkur en samt sætur kókosilmur. Þessi er nú þegar farinn að veita sumarilminum mínum Dolce frá D&G harða samkeppni!

Screen Shot 2014-05-08 at 11.05.02 PM

Mamma og moli að horfa á Pollapönk á fyrra undanúrslitakvöldi Júró. Drengurinn stjarfur af aðdáun og ekkert parhrifin af mömmu sinni fyrir þetta uppátæki:)

Screen Shot 2014-05-08 at 11.05.12 PM

Á meðan foreldrarnir horfðu á fréttir þá rölti litli moli um í bleika Pollapönks gallanum sínum með uppáhalds leikfangið sitt Mæju býflugu kerruna sína. Bangsar leikföng of uppáhalds DVD myndirnar hans fá oftast að fara með honum á kerrurúntinn.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.05.28 PM

Mér finnst þessi texti alveg fullkominn!Screen Shot 2014-05-08 at 11.05.38 PM

Síðusta helgi einkenndist af mikilli vinnutörn hjá Aðalsteini við Tinni Snær eyddum því sunnudeginum saman og nutum meðal annars góða veðursins. Tinni Snær lagði sig smá og á meðan fékk mamman smá vinnufrið, gulrótaköku og góðan kaffibolla.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.05.47 PM

Á Y.A.S. kynningu í Vero Moda fyrir viku síðan með æðislegan grænan drykk.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.06.02 PM

Tinni snær fékk heimaklippingu síðast og ofan á hausnum er dáldið mikið hár sem nær nú í snúð! Litli töffarinn minn hefur mjög gaman af því að hafa eitthvað í hárinu og hann passar vel uppá snúðinn sinn þegar hann fær þannig frá mömmu sinni eða dagmömmum. Hér er hann að dást að honum í speglinum:)

Screen Shot 2014-05-08 at 11.06.13 PM

Name it opnaði nýja verslun í Smáralindinni – búðin er ekkert smá flott – fötin eru auðvitað æðisleg öll með tölu og verðin þau sömu – frábær!

Screen Shot 2014-05-08 at 11.06.23 PM

Þessi orð eiga vel við mig og fleira fólk í kringum mig:)

Screen Shot 2014-05-08 at 11.06.31 PM

#shelfie – hilla í bígerð – ég er búin að vera að dunda mér – mögulega alltof lengi við að raða í þessa skemmtilegu hillu sem kom heim með okkur úr IKEA ferð um daginn. Stálrammi og glerhillur mjög flott hilla sem kostar um 15.000 kr. Það eru miklar breytingar á heimilinu en ég fékk algjört ógeð af öllu og er smám saman að skipta úr húsgögnum.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.06.37 PM

Tinni Snær með melónukrapið sitt sem ég deildi á síðunni fyrir stuttu…

Screen Shot 2014-05-08 at 11.06.56 PM

Mér finnst þetta einhver mesta snilld sem ég hef séð – augnskuggahlífar sem límast undir augun og taka það sem hrynur. Það er líka hægt að nota þær sem skapalón til að móta varir og eyeliner.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.07.07 PM

Við eyddum fullkomnum sumardegi í sveitinni þar sem himininn var svona fallega blár.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.07.19 PM

Sætir feðgar á sumardaginn fyrsta sem við eyddum í sveitinni hjá fjölskyldunni hans Aðalsteins og hlupum Víðavangshlaup í minningu afa Aðalsteins.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.07.30 PM

Mæðgin tilbúin í Víðavangshlaupið þar sem við röltum í rólegheitum í mark – litli stubbur hljóp síðustu metrana rosalega duglegur.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.07.42 PM

Sirra vinkona hélt uppá 30 ára afmælið sitt og gerði þessa flottu Cake Pops fyrir gesti:)

Screen Shot 2014-05-08 at 11.07.51 PM

Ofurduo fyrir húðina frá nola.is – Skyn Iceland eru án efa einhverjar af bestu húðvörum sem ég hef prófað!

Screen Shot 2014-05-08 at 11.11.20 PM

Fallegt kvót sem var varpað uppá vegg á RFF – lykilorð nýrrar herferðar fyrir Bláa Lónið.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.11.00 PM

Iphone 4 síminn endaði líf sitt um daginn og í staðinn uppfærði ég símgræjuna ;)

Screen Shot 2014-05-08 at 11.10.51 PM

Í verkefni – lookbook fyrir AndreA Boutique. Er að undirbúa núna ótrúlega spennandi verkefni fyrir snillinginn hana Andreu sem þið fáið að vita meira um í næstu viku;)

Screen Shot 2014-05-08 at 11.10.45 PM

Speglapósurnar klikka seint og sérstaklega ekki þegar svona fallegir augnskuggar eru með á mynd. Hér sjáið þið eina af Santigold augnskuggapallettunum úr nýrri sumarlínu frá Smashbox.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.10.38 PM

Náttúruleg förðun með ljóma – uppáhalds!

Screen Shot 2014-05-08 at 11.10.28 PM

Skál í dásamlegri ostaköku á bjútíbloggaramóti í Make Up Store.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.10.19 PM

Sofandi fjölskylda – jebb mamman feikaði aðeins svefn fyrir fallega mynd <3

Screen Shot 2014-05-08 at 11.10.09 PM

Dásamlegar nýjungar frá Estée Lauder – svo marg skemmtilegt í gangi hjá þessu rótgrónna merki. CC kremið og dekkri varalitinn hef ég nú þegar sýnt ykkur (er með þennan varalit á myndinni fyrir neðan);)

Screen Shot 2014-05-08 at 11.10.03 PM

Ýkt kvöldförðun með Full Exposure pallettunni frá Smashbox – House of Lashes gerviaugnhárum – Estée Lauder varalit.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.09.56 PM

Björt augnförðun með fallegum lit undir augunum ;)

Screen Shot 2014-05-08 at 11.09.43 PM

Hér var ég á leiðinni að vera með sýnikennslu á klúbbdag í Make Up Store með einn af uppáhalds mjóa varalitinn minn frá versluninni nr 401.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.08.57 PM

Foreldrar mínir komu með Svarthöfða búning fyrir Tinna frá Ameríku – ég hef sjaldan séð eitthvað jafn krúttlegt ;)

Screen Shot 2014-05-08 at 11.08.41 PM

Brooke Shields augabrúnirnar uppá sitt besta;)

Screen Shot 2014-05-08 at 11.08.30 PM

Morgunverðarhlaðborð á Páskadag.

Screen Shot 2014-05-08 at 11.08.18 PM

Æðislegur tvöfaldur olíuaugnhreinsir frá Garnier – sjúklega flottur líka ;)

Screen Shot 2014-05-08 at 11.08.04 PM

Stundum er nauðsynlegt að poppa aðeins uppá einfalt naglalakk með smá glimmeri!

Öllum er að sjálfsögðu frjálst að fylgja mér á Instagram undir @ernahrund – ég reyni að vera mjög dugleg að setja inn myndir bæði tengdar blogginu og mínu daglega lífi.

EH

 

Dekurkvöld með rakamaska

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Gyda

    10. May 2014

    Gaman að skoða

  2. Hanna

    10. May 2014

    Hvar fást augnskuggahlífarnar? Fáránlega sniðugt!

  3. LV

    11. May 2014

    Hæ, veistu hvar ég get fengið maybelline varalit nr 885 hér á Íslandi ?

    – LV

    • Hæhæ – hann er ekki til á Íslandi eins og er – næst blr við væri electric orange sem er alveg orange eða vivkd risa sem er bleikur með smá orange undirtóna:)

      • LV

        11. May 2014

        Ok takk fyrir svarið :)

  4. Oddný

    12. May 2014

    Hæ, ég var að spá hvort þessi dekkri Velvetine litur héti Wicked eða Salem? :)

  5. Gerður Guðrún

    12. May 2014

    Dökki liturinn er það sá svarti eða brúni? Ég fékk mér dökkrauða og brúna og er mjög sátt við þá sérstaklega brúna en sé samt eftir að hafa ekki fengið mér þann svarta í staðinn fyrir dökkrauða.

  6. Elísabet

    12. May 2014

    hvar fást sleek vörurnar á íslandi?