fbpx

JAKKAFÖT

AndreADRESSSAMSTARFTískaTREND
*Hluti af fatnaðinum er frá mínu eigin merki & verslun: AndreA

Jakkaföt.

Ég er með jakkaföt á heilanum þessa dagana,  það er eithvað svo kúl við það að vera í jakkafötum, ég á þessi æðislegu ullarjakkaföt og mig langar í fleiri  í allskonar litum og gerðum.

Ég fór í veislu síðustu helgi á fallegum & sólríkum sunnudegi en þó að það sjáist kannski ekki á myndunum þá var skítakuldi, ég valdi að fara í þessum ullarjakkafötum af því að mér var svo kalt.
(Seinna þennan sama dag var ég svo að kafna úr hita í veislunni en það er önnur saga. :)

Jakkafötin mín eru frá danska merkinu WON HUNDRED, ég keypti þau fyrir ári síðan í GK Reykjavík, en ég sá að þau eru til aftur núna í aðeins öðruvísi lit.
Jakkann er ég búin að nota mjög mikið enda finnst mér hann sjúklega vel sniðinn og flottur við allt en þetta er bara í annað skipti sem ég fer í buxurnar.
Þegar ég verslaði fötin var Svava eigandi GK og ein klárasta tískudíva landsins með mér, hún hleypti mér ekki út án þess að hafa buxurnar með sem beeeetur fer því vá hvað ég hefði séð eftir því núna, það er nefnilega svo gaman að geta farið í þetta sem sett… Takk Svava ;)

Rauðir skór setja svo punktinn yfir i-ið.

Og svo er það frakkinn…. elska elska elskann, hann á eiginlega skilið sér færslu en hann er frá okkur “AndreA”,  hann  er í herralegu sniði, tvíhnepptur töffari sem passar við allt.

Bróðir minn sem tók myndina var að syngja Dressmann lagið þegar hann tóka þessa haha!

Jakkaföt: Won Hundred / GK REYKJAVÍK 
Frakki: AndreA
Bolur: AndreA
Sólgleraugu: Céline
Skór: Mads Norgaard

LoveLove
AndreA

Instagram: Andreamagnus
Instagram: Andreabyandrea

HALLÓ TRENDNET !

Skrifa Innlegg