fbpx

HALLÓ TRENDNET !

AndreA

Halló Trendnet !!!

Vá hvað það er skrítið að vera hérna megin við tölvuna en ég hef lesið Trendnet í jafnmörg ár og það hefur verið til, fylgst með öllu þessu frábæra fólki sem hér er og var, þekki mörg þeirra persónulega og hlakka til að kynnast hinum.

Ég heiti Andrea og er fatahönnuður, er einstaklega vel gift og á tvö frábær börn. (þetta er stutta útgáfan)

Ég hef unnið myrkrana á milli ásamt manninum mínum við að láta draumana rætast síðastliðin ár við að byggja upp, hanna, framleiða og selja fatamerkið okkar AndreA ásamt því að reka verslun með sama nafni í “101” Hafnarfirði.

Þessi ár eru búin að líða fáranlega hratt, ég hef upplifað nánast allan tilfinningaskalan á þessu ferðalagi, unnið með ómetanlegu og frábæru fólki, farið í óteljandi ferðalög út um allan heim, inn í allskonar verksmiðjur (ég elska það), tískuvikur, sýningar og upplifað æðislega hluti.
Tíska, föt og skór er sem sagt rauði þráðurinn í mínu lífi og hefur verið það síðan ég man eftir mér.

Það að vera hér á uppáhalds blogginu mínu er svo glænýr vinkill sem ég vona að verði skemmtilegur og gefandi og að ég geti deilt hér einhverju skemmtilegu efni.

 

Hlakka til
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

 

 

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Hrefna Dan

  11. March 2018

  Dýrka þig xx
  Hlakka til að fylgjast með þér hér!

  • AndreA

   11. March 2018

   AWWW SÖMULEIÐIS ELSKU BESTA HREFNA
   xxx

 2. Tinna Stefánsdóttir

  13. March 2018

  Loksins segi ég bara, oft búin að hugsa um þig þegar ég skoða Trendnet elsku Andrea mín; til lukku það verður gaman að fá að fylgjast með þér hér <3 love