fbpx

Páskakjóllinn & förðunin

AugnskuggarLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistMitt MakeupNýtt í Fataskápnum

Ég splæsti á mig nýjum fallegum kjól fyrir páskana ég fékk fyrir honum í versluninni Suit á Skólavörðustígnum fyrir páska og mér fannst allt flott við hann. Kjóllinn er með litríku printi og því þótti mér við hæfi að hafa dáldið einfalda förðun en mig langaði samt að gera eitthvað aðeins meira við andlitið á mér og tók því fram nýju augnskuggapallettuna mína.

Ég notaði nýju Naked 2 pallettuna mína frá Urban Decay fyrir páskaförðunina ég ákvað að hafa hana bara mjög náttúrulega og einfalda í takt við húðina. Ég notaði litinn Verve sem ljósari tóninn og Pistol í skygginuna, blandaði þeim vel saman til að mýkja áferðina og lét litina deyja út við augnbeinið. Ég var virkilega ánægð með útkomuna en svo notaði ég brúnan blautan eyliner til að gefa augunum smá skerpu.

páskakjóll6

Hér sjáið þið svo nærmynd af þessari einföldu augnförðun – það eina sem þarf er UD Naked 2 pallettan og Starter Set förðunarburstasettið frá Real Techniques!

páskakjóll8

Húð: 
5 sec Blur Primer frá Garnier – Big Easy farði frá Benefit – True Match hyljari frá L’Oreal – Wonder Powder frá Make Up Store – Terra Cotta sólarpúður frá Guerlain.

Augu: 
Naked 2 augnskuggapalletta frá Urban Decay – Master Precise eyelinertúss frá Maybelline í litnum Forrest (brúnn) – So Couture maskarinn frá L’Oreal.

Varir:
Varalitur frá MAC í litnum Hue.

páskakjóll7

Ég tók þetta að sjálfsögðu alla leið og skellti á mig páskanaglalakki – mér fannst þessi pastelguli litur alveg fullkominn. Þessa dagana set ég aldrei á mig naglalakk án þess að nota Rapi Dry yfirlakkið frá OPI. Gula lakkið er frá L’Oreal og heitir Lemon Meringue nr. 850.

páskakjóll3

Hér sjáið þið svo fína kjólinn í allri sinni dýrð – ég er rosalega skotin í honum enda er þetta snið ekta ég. Ég á ótrúlega erfitt með að klæðast aðsniðnum fötum – þannig hef ég verið í mörg ár – ég get ekki einu sinni verði í alvöru brjóstahaldara!!! En þessi kjóll er úr ótrúlega léttu og þæginlegu efni sem ég man ómögulega hvað heitir og aftur þá nenni ég ómögulega ekki að fara inní skáp og tékka á miðanum ;)

Kjóll: Suit Skólavörðustíg – fæst HÉR ef þið hafið áhuga
Sokkabuxur: Shock Up 60 den, Oroblu
Skór: Bianco

páskakjóll

Þessi er líka fullkominn í brúðkaup, verst að mér hefur alla vega ekki enn borist boðskort í neitt slíkt á næstunni – en ég gef ekki upp vonina enn!

Gleðilegt sumar yndislegu lesendur ég vona að dagurinn ykkar hafi verið jafn góður og minn. Ég vona svo sannarlega að sumarið framundan verði töluvert betra en það síðasta alla vega veðurlega séð.

EH

Snyrtiborðið mitt

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Anna

    25. April 2014

    Er Garnier primerinn kominn í sölu?

  2. magga

    14. May 2014

    Hæ, mig langar rosalega í þessa pallettu, hvar fæ ég svona sem sendir til landsins – ekkert fake rugl? :)