fbpx

Snyrtiborðið mitt

Fyrir HeimiliðLífið MittSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Ég var búin að nefna það að páskafríið mitt hefði farið mikið í það að taka til sem mér finnst svo sem bara fínt af því heimilið þurfti svo sannarlega á því að halda! Þegar maður er í fjórum vinnum og með lítið barn þá er eitthvað sem þarf að mæta afgangi :)

Ég hef ekki tölu á því hve margar þvottavélar ég fór í gegnum í um helgina þær voru óteljandi margar. Auk þess tók það mig þónokkra daga að raða saman förðunardótinu mínu í nýja snyrtiborðið mitt – jeijj! Mig vantaði meiri hirslur undir vörur og borðið sem ég var með var engan veginn með nóg pláss svo ég tók skyndiákvörðun um að selja það og fara í IKEA og búa til mitt eigið borð. Ég valdi litla hvíta borðplötu, hvíta skúffueiningu undir hana og einfalda borðfætur. Svo er ég búin að vera að raða og raða öllu saman en það passaði reyndar ekki allt saman í skúffueinginuna svo ég er enn með nokkra kassa undir borðinu – langar dáldið í einhverjar glærar skúffueinginar til að setja ofan á borðið en er með smá valkvíða :)

Hér sjáið þið nýja snyrtiborðið….
snyrtiborð3 snyrtiborð11 snyrtiborð5 snyrtiborð4 snyrtiborð6Hér er allt smekkfullt! Ég ákvað að sýna ykkur bara ofan í tvær skúffur þar sem hinar þrjár eru ekki alveg nógu fínar ég þarf að raða aðeina betur saman.snyrtiborð10 snyrtiborð7 Varalitir, varasalvar, gloss og varablýantar eiga heima hér ásamt nokkrum aukahlutum en litirnir sem ég nota mest eru á borðinu.snyrtiborð8 snyrtiborð9 snyrtiborð2 snyrtiborð14Húðvörurnar sem ég er að nota mest þessa dagana eru ofan á snyrtiborðinu. Húðolían og olíukremið frá L’Oreal eru nýjungar sem eru væntanlegar á Íslandi en auk þeirra eru hér nýja Superdefense rakakremið frá Clinique sem er æðislegt og Wake Up Wonder krem frá Olay sem vekur húðina á morgnanna – algjört snilldar krem!snyrtiborð12Næsta krem sem ég ætla að testa er þetta frá Dior – DreamSkin hér er búið að setja nokkrar snyrtivörur saman í eina og markmiðið er að gera yfirborð húðarinnar fallegra, nærðara og byggja upp varnir gegn öldrun húðarinnar. Önnur Dior nýjung er líka þarna fyrir aftan Skin Perfect úr Hydralife línunni frá Dior sem er fullkomin fyrir þurra húð.snyrtiborðSumarilmvötnin mín – Dolce frá Dolce & Gabbana og sumarilmurinn frá Miss Dior!snyrtiborð13Einstakt trio frá Chanel sem ég þarf að segja ykkur frá á næstunni – virkilega heillandi hugsun á bakvið þau.snyrtiborð15Góður kaffibolli er ómissandi við skriftir við snyrtiborðið – helst í uppáhalds múmínbollanum mínum.

Hvernig líst ykkur á nýja snyrtiborðið mitt. Ef þið eruð eins og ég með ógrynni af vörum sem þarf að koma fyrir mæli ég með þessari uppsetningu – fékk þetta allt saman í skrifstofudeildinni í IKEA ;)

EH

Brúðarfarðanir í boði

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Helga Finns

    23. April 2014

    Flott hjá þér. Er Tinni ekkert að róta í skúffunum :)

    • Nei nú er allt í lokuðum hirslum svo hann nær ekki til þeirra. En þegar ég var að ganga frá dótinu í borðið var hann voða duglegur að hjálpa mér:)

  2. Saga Steinsen

    24. April 2014

    Ómægat! Þvílíkt magn af snyrtivörum!! :|

  3. Helga

    25. April 2014

    mjög flott :) væri ekki bara sniðugt að hafa tvær skúffueiningar, eina sitthvoru megin (í staðinn fyrir lappir) ef þig vantar meira geymsplupláss?

    • Vá hvað ég væri til í það en borðplatan er ekki nógu löng svo ég gæti ekki setið við það;) á eftir að skipuleggja neðri skúffurnar betur þá breytist þetta líklega til hins betra;)

  4. Andrea Rún

    26. April 2014

    þetta er gegjað ;)

  5. Arnrun Lea Einarsdottir

    30. April 2014

    ég bara verð að spyrja, hvaðan er kommóðan? langar svo að gera svona fínt heima hjá mér :)

  6. Ragnheiður S.

    6. July 2014

    Hæ !
    Ég er með nokkrar spurningar, hehe.
    Myndiru mæla með sumarilminum frá Dior, og mannstu hvað skúffueiningin kostaði ?
    Bkv :)

    • Ó já! Mér finnst miss dior ilmurinn dásamlegur – tékkaðu hvort þú getir kannski ekki bara fengið prufu:) en skúffueininguna finnurðu allt um á heimasíðu ikea.is man ekki alveg verðið – 6990 eða 8990:)