Danska fatamerkið Suit hefur vaxið hratt. Á Íslandi hefur verslunin GK selt það undir sínum þökum en mesta úrvalið hefur hingað til verið fyrir strákana. Með sumrinu verða breytingar því stærri dömulína en áður er væntanleg fyrir ss14. Á Íslandi verður gert mun betur en að panta inn stærri pöntun því sérstök Suit búð er væntanleg á Skólavörðustíg fyrir jólin.
Ég heyrði í Ásu Ninnu Pétursdóttur, eiganda, og spurði hana út í nýja spennandi verkefnið.
,,Við erum að opna 1. flagship búðina í heiminum. Hún mun heita Suit Reykjavík og verður staðsett á Skólavörðustíg. Þetta verður tveggja hæða búð á fjórum pöllum og fengum við hönnunarteymið HAF til að sjá um innanhúshönnunina. Stílinn verður mjög ferskur og spennandi.
Suit hefur hingað til einbeitt sér að herrafatnaði en er núna búin að ráða til sín nýjan kvenhönnuð. Vor og sumar dömulínan sem kemur í búðina í byrjun febrúar er mjög flott og miklu stærri en áður. Við munum opna síðuna SUIT.is þar sem hægt verður að nálgast myndir af vörunum, myndir úr búðinni, helstu fréttir, blog og svo munum við einnig opna þar netverslun eftir áramótin.”
Þetta er brot af því sem að koma skal næsta sumar:
Ég er vægast sagt spennt fyrir meiri kvenfatnaði frá þessu fína merki og hvað þá í fallegu umhverfi í 101 Reykjavik. Verðið á vörunum hjá Suit er rosalega gott, sem að mér finnst mjög stór plús og ykkur örugglega líka.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg