fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: WEEKDAY GIRLS

STÍLLINN Á INSTAGRAM
FÆRSLAN ER UNNIN Í SAMSTARFI VIÐ WEEKDAY Á ÍSLANDI

Ég er svo heiluð af þeirri hugmynd að Weekday hafi ákveðið að nota íslenska áhrifavalda, íslenskan ljósmyndara og almennt íslenskt tískuteymi í sínum fyrstu birtingum fyrir verslunina hérlendis. TrendNÝTT birti myndirnar HÉR í gærmorgun af ungum Instagram skvísum sem passa vel undir Weekday ímyndina.

Þær Alma Dögg, Eyrún Björk & Karitas Spano gripu auga mitt og ég fékk að kynnast þeim betur, eins og gefur að skilja eru þær allar mjög virkar á Instagram og passaði því vel að blikka þær í þann ágæta lið hér á blogginu.

Alma Dögg

Nafn: Alma Dögg Kristinsdóttir

Instagram: @almakristins

Aldur: 20 ára

Staða: Vinn í Trendporti þar sem ég sé um samfélagsmiðla. Einnig er ég stuðningsaðili á frístundaheimili. 

ALMA X WEEKDAY

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?

Það er erfitt að lýsa honum en myndi segja að hann væri mestmegnis blanda af vintage, grunge og street.

Áttu þér fyrirmynd?

@balencizara er í miklu uppáhaldi style-wise en annars er Vera systir mín helsta fyrirmyndin mín.

Mest notað í fataskápnum?

Líklegast leðurfrakki sem ég keypti í Hertex, passar við flest allt.

Á óskalistanum?

Verður að vera puffer jakki frá Jinu Kim eða @likeadrugg á Instagram.

Þín uppáhalds sumarflík frá Weekday?

Er mjög skotin í Minori leður jakkanum, góður fyrir sumarið á Íslandi.

Að lokum?

Mæli eindregið með að allir checki á Weekday, persónulega var ég mjög hrifin af swimwear campaigninu sem Sara S. Boljak sá um. 

Þau eru að gera svo góða hluti og hlakka til að fylgjast með framhaldinu.

______________

Eyrún Björk

Nafn: Eyrún Björk Jakobsdóttir

Instagram: @eyrunbjorkjakobs

Aldur: 20

Staða: Leikkona

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Svart og hvítt. 

Áttu þér fyrirmynd? Margot Robbie

Mest notað í fataskápnum? Tabi boots! 

Á óskalistanum? Heliot Emil Cross Body Bag

Þín uppáhalds sumarflík frá Weekday? Sundfötin

Að lokum? Takk fyrir mig

__________________________



Karitas Spano

Nafn: Karitas Spano

Instagram: @karitasspano

Aldur: 21 árs

Staða: Var að koma heim frá París fyrir nokkrum dögum, þar var ég að læra Fashion Design, þannig núna er ég bara finna út hvað ég ætla að gera næst.

Hvernig myndiru lýsa stílnum þínum? 

Veit það í alvörunni ekki, 90% af fataskápnum mínum er vintage. Elska að mixa ólíkum hlutum saman. Myndi ekki segja að ég tileinkaði mér einhvern sérstakan stíl, bara klæði mig eftir því hvernig mér líður og vil alltaf vera þægileg. En ´at the moment´ er ég mikið ´inspired´ frá 2000s tísku. 

Fyrirmynd:

Á enga sérstaka fyrirmynd, eyði miklum tíma að skoða falleg föt og looks á Instagram og Pinterest og fæ hugmyndir út frá því. Reyni líka að búa eitthvað til og breyta fötum sem ég á, í staðin fyrir að kaupa alltaf nýtt. 

Mest notað í fataskápnum? 

Mjög breytilegt hvað ég held mest upp á, tek tösku, skó og jakka tímabil en einmitt núna er ég mikið fyrir að finna ódýr vintage boots í allskonar litum og týpum og nota þau hversdagslega við gallabuxur og hettupeysu eða oversized jakka

Á óskalistanum? 

Það hlýtur að vera nýja týpan af Maison Margiela Tabi boots.

________________________

Takk fyrir spjallið dömur – áfram þið! Hlakka til að hitta ykkur í Smáralind í vikunni.

WEEKDAY opnar dyrnar í Smáralind á fimmtudaginn, 22.maí klukkan 11:00 – sjáumst þar!

xx,-EG-.

HATRIÐ MUN SIGRA

Skrifa Innlegg