fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: #lexasig

BRÚÐKAUPFÓLK

Hverjir voru hvar?



Það fór eflaust ekki fram hjá neinum Instagram notanda þegar fegurðardrottningin og dugnaðarforkurinn Alexandra Helga og fótboltadrengurinn góðkunni Gylfi Þór Sigurðsson gengu í það heilaga nú um helgina. Ég var á refresh á Instagram að fylgjast með, eins og örugglega fleiri.
Veislan var hin fallegasta og gestir glæsilegir.

Athöfnin og veislan fór fram við Lake Como á Ítalíu þar sem öllu var til tjaldað í drauma umhverfi, rómansinn uppmálaður. Jón Jónsson og Friðrik Dór voru veislustjórar og listamenn eins og Jökull í Kaleo, Sóli Hólm, Briet, Herra Hnetusmjör, Aron Can og fleiri tróðu upp.

Ég hafði mestan áhuga á að sjá dressin sem gestir völdu sér og deildu með okkur sem fylgdust með hinu megin við hafið, bæði í sjálfu brúðkaupinu, daginn áður og á leiðinni á áfangastað en flestir gerðu meira úr ferðinni og eru mögulega ennþá að njóta sín á Ítalíu þegar þessi færsla er skrifuð. Myndir merktar #lexasig og #roadtocomo fá að fylgja með færlsunni.

Glæsileikinn uppmálaður, gjörið svo vel –

Til hamingju elsku fallegu hjón. Það er ekkert betra í heiminum en að gifta sig – dagarnir á eftir eru í alvöru eins og að fljúga á bleiku skýi svo njótið.

Vonandi fæ ég að sjá fleiri myndir af brúðinni við fyrsta tækifæri, ég er auðvitað lang spenntust að fá að heyra hvaðan kjóllinn hennar er … en það bíður betri tíma.

Fleiri myndir af gestum og gangandi finnið þið: HÉR

xx,-EG-.

BIOEFFECT Á FERÐINNI

Skrifa Innlegg