fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: RÓSA MARÍA

STÍLLINN Á INSTAGRAM

Rósa María Árnadóttir á Instagram stílinn að þessu sinni. Rósa kann að klæða sig og er hvað þekktust fyrir sitt bræðandi bros og geislandi persónuleika.

Rósa hefur komið við sögu áður á blogginu því að hún er nánast eins og litla systir mín og á því nokkur sameiginleg mómentin með okkur fjölskyldunni sem hafa þá ratað í mína persónulegu pósta.

Þetta er Rósa –

1 3 4 67 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 999103_10201798173746196_1115826659_n1003518_10201816050713109_1670643831_n1157520_10201798176266259_1840958395_n1157697_10201798174306210_1128524599_n 18 2 19 20 21 24 25 27

Hver er Rósa María Árnadóttir?
Rósa er 22 ára norðanmær sem reynir að njóta lífsins til fulls! Ég er semsagt fædd og uppalin á Akureyri en neyddist til að flytja með foreldrum mínum suður árið 2005 sem var mikil lífsreynsla og erfitt á þessum aldri. Eftir á að hyggja er ég mjög þakklát fyrir það. Ég gekk í Verslunarskólann og þar kynntist ég kærasta mínum, Arnari Sveini. Í dag er ég að læra sálfræði í HÍ og stefni ég jafnvel á að flytja eitthvert erlendis að því loknu.

Hefur þú alltaf spáð í tísku?

Já það hef ég gert alveg frá því ég man eftir mér en maður hefur átt misgóð tímabil!

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?

Ég get ekki sagt að ég sé týpan sem getur vaknað 10 mínútur í mætingu og hent mér í eitthvað. Ég elska morgunstundir þar sem ég hef nægan tíma til að spá og spekulera í outfitt-i dagsins.

Hvar verslar þú helst fötin þín?
Ég versla mér nánast aldrei föt á Íslandi, frekar spara ég peningin til næstu utanlandsferðar. Ég hef helst verið í þessum klassísku búðum h&m, monki, weekday, zöru o.fl en mest kaupi ég mér af vintage fötum. Ég hef aðeins verið að ferðast til USA í sumar og þar hafa Urban, American Apparel, Brandy and Melville og Forever 21 verið í uppáhaldi. Eitt sem hefur mikið breyst hjá mér upp á síðkastið er að ég er farin að kaupa frekar aðeins dýrari og þ.a.l færri flíkur í  stað þess að versla brjálæðislega mikið í ódýrustu búðunum. Ef ég versla hér heima þá er það oftast spúútnik, 17, nostalgía, Rauði krossinn eða Zara sem verður fyrir valinu.


Hver er þín tískufyrirmynd?

Ég fylgist mikið með hinum ýmsu tískubloggum og fæ oft hugmyndir þaðan en ég myndi segja að mín helsta fyrirmynd sé mamma. Hún hefur alið upp fatasýkina í mér og er sjálf mikil smekk kona, við erum mjög hættulegar saman í búðunum.
28
Áttu þér framtíðarplön?
Ég reyni að lifa í núinu en það sem er framundan næstu mánuði er að finna íbúð til að leigja með Arnari, byrja skólann af krafti og byrja að mæta í ræktina reglulega aftur eftir sukksumar. Og brosa!

Einhver tips fyrir aðrar fashionistur?

Mér finnst alltaf gott að hafa í huga regluna less is more. En annars er bara aðal málið að vera þú sjálf/ur því að mér hefur alltaf þótt að fatastíll endurspegli að einhverju leyti persónuleika fólks. Andlit og föt eru allavega það sem ég tek helst eftir við fyrstu kynni.

TAKK @rosamariaa

xx,-EG-.

LANGAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Rakel Jóns

    16. August 2013

    Fína!!:)