fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: EVA KATRÍN

FÓLKINSTAGRAM

Það kannast margir við Evu Katrínu Baldursdóttir sem heldur sig til í 101 Reykjavik þar sem hún vekur eftirtekt almennings fyrir sinn persónulega stíl. Eva Katrín heillar á Instagram en hún á einmitt stílinn að þessu sinni –


Hver er Eva Katrín?

Ég bý við tjörnina í miðbæ Reykjavíkur, stunda nám í Háskólanum í Reykjavík, er stílisti, fyrirsæta og vinn í GK Reykjavík.

Hefur þú alltaf spáð í tísku?
Undanfarin 10 ár hefur tíska verið stór partur af mínu lífi. Frá því ég byrjaði að vinna sem fyrirsæta og þangað til daginn í dag hef ég haft rosalega mikinn áhuga á tísku og hönnun.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar kemur að klæðaburði?
Nei það er ekki svo gott. Ég tek tímabil, stundum er ég alveg on it og með öll trendin á hreinu en svo á ég aðra daga þar sem ég eyði ekki meira en mínútu í að setja saman “outfit” en það getur líka verið skemmtilegt því ég kem mér oft á óvart hvað ég set saman þegar ég er ekkert að vanda mig.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd?
Nei, enga sérstaka tískufyrirmynd en mér finnst Pernille Teisbaek alltaf mjög flott og fjölbreytileg í klæðaburði.

Must have flík í þínum fataskáp?
Marjan Pejoski leður jakkinn minn(sjá á mynd að ofan), klassískar silki skyrtur, hlýjar stílhreinar peysur og motor boots.

Uppáhalds trendin í vor?
Útvíðar buxur eru að koma sterkar inn sem ég er að fíla í botn! Svo finnst mér þetta “sporty element” mjög skemmtilegt. Uppáhalds litirnir fyrir sumarið eru beis, hvítur og ljós blár.

Hvað er á döfinni?
Ég er að hjálpa til við að setja upp EYLAND sýninguna sem sýnir á Reykjavík Fashion Festival.
Ég er að vinna með hönnuðinum Ásu Ninnu Pétursdóttur og stílistanum Ernu Bergmann.
Það er sko ekki leiðinlegt að vinna með þessum hæfileikaríku konum!
Svo er það bara að klára námið og líklega flytja út í framhaldsnám.

Takk fyrir spjallið @evakatrin

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

NYFW: UPPÁHALDS LÚKK

Skrifa Innlegg