fbpx

NYFW: UPPÁHALDS LÚKK

FASHIONFASHION WEEK

Þetta er auðvitað stórhættulegt … að byrja að fara yfir sýningar tískuvikunnar í New York. Það er ágætt að ekkert er komið í sölu nú þegar. Annars færum við á hausinn.

Desktopið er löngu orðið fullt af myndum, virkilega vel heppnað hjá þeim hönnuðum sem ég held uppá. En nokkrir eiga enn eftir að sýna þegar þetta er skrifað.

Mín uppáhalds lúkk frá fashion week eru þessi að neðan –

alexanderwangWAN_0685WAN_0309

Alexander Wang

Jör inspired? Það var drungaleg stemning hjá Alexander Wang í ár. Kom mörgum á óvart – þar á meðal mér.

Meira: HÉR

altuzarraALT_0133 altuzarra2

Altuzarra

Joseph Altuzarra sýndi kvenleika með twisti. Samkvæmt þessu megum við enn sýna örlítið í undirfötin.

Meira: HÉR


hbz-fw2015-vera-wang-38 hbz-fw2015-vera-wang-19 hbz-fw2015-vera-wang-6 hbz-fw2015-vera-wang-2
Vera Wang

 Vera Wang sem er hvað þekktust fyrir guðdómlega brúðarkjólahönnun sýndi allt annað en “wedding” á pöllunum fyrir næsta vetur. Gröfum upp það sem við eigum til inní skáp. Less is more … Minipils og XL fisherman peysur og við erum góð.

Very very Veru næs !

Meira: HÉR

BECKHAM BECKHAM1 BECKHAM2beckham5

Victoria Beckham

Súper sexy en minimalisk fatalína hjá breska hönnuðinum fyrir næsta vetur.
Eins og ég hef áður tekið fram þá stal fremsta sætalína athygli minni: HÉR

Meira: HÉR

MARC0013derek_lam MARC0031MARC0049 dereklam3 dereklam4 dereklam22

Derek Lam

Derek Lam var sá hönnuður sem hefur náð hvað sterkast til mín. Það er samasem merki á að vel hafi tekist til þegar erfitt er að velja á milli lúkka til að birta. Stílisering til fyrirmyndar á everyday klæðum sem kalla á mann. Ullardragtin er í uppáhaldi.

Meira: HÉR

dkny dkny2 dkny11 dkny22

DKNY

donna-karan-25 donnakaran DonnaKaran1 donnakran

Donna Karan

New York að næturlagi? Ég fékk þá tilfinningu á meðan ég fletti í gegnum vel heppnaða línu Donna Karan. Army kápan er á óskalista.

Meira: HÉR


gordon4 gordon22WesGordon

Wes Gordon

Flegið eða rúllukragi? Kvenlegt, elegant og fallegar yfirhafnir.

Meira: HÉR

jasonwu jasonwu0 jasonwu2 jasonwu3 jasonwu4

Jason Wu

Glamúrös alla leið –
Beinar línur í kvenlegum sniðum.  Feldurinn setur punktinn fyir i-ið.

Meira: HÉR


OpeningCeremony2

OpeningCeromony

Opening Ceremony

Basic 90s fílingur sem við erum allar svo hrifnar af núna. Ég las einhverstaðar að Björk (okkar) Guðmundsdóttir hafi verið ein af innblæstrinum í gerð vetrarlínunnar. Vel gert!

Meira: HÉR

philip-limragandbon ragandbones

Rag and Bone

Rag and Bone lögðu layer ofan á layer í stíliseringu. Silki kjólar og skyrtur yfir cashmere eða leður buxur – allt undir XL yfirhöfnum. Eitthvað fyrir mig.

Meira: HÉR

Therow Therow1 Therow2the-row-010-1366 therow3
The Row

Þær kunna sitt fag, smekklegu systurnar á bakvið The Row. Olsen systur sýndu power í þægilegum búning. Slippers og oversized í jaðarlitum sem við kunnum svo vel við á þessum tíma árs. Stílar sem ég vil helst fá að klæðast strax – virkilega hrifin, eins og oft áður.

Meira: HÉR

_

Ég eyddi tíma í að velja vel mitt uppáhalds til að deila með ykkur. Leyfið mér endilega að heyra skoðanir ykkar í kommenta gluggann hér að neðan. Hver er ykkar uppáhalds vetrarlína hingað til? Eitthvað sem kom ykkur á óvart? Ég er spennt að heyra aðrar hliðar á stóru tískuvikunni. Skellum okkur svo saman þangað næst þegar það er í boði!

Við leyfum þessum vetri að klárast en getum greinilega beðið spennt eftir þeim næsta í klæðum hátískuhönnuðana.

Góðar stundir.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BECKHAM BRÆÐINGAR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Guðrún Fríður

    18. February 2015

    vá þetta er svo mikið fínt, þarf að rúlla yfir þetta aftur.. og aftur til að commenta á þetta og átta mig á stemmnningunni! Takk fyrir glæsilegt overview!

  2. Sveinsdætur

    18. February 2015

    Hugsaði það sama með AW, JÖR inspired!

  3. Marta

    19. February 2015

    The Row svondásamlega fallegt… Jason wu er líka nýtt uppáhald!

  4. Halla

    20. February 2015

    Glæsilegt.