Ég hef haft augastað á stívélum frá Arket frá því í lok janúar (!) og var að vonast eftir því að geta gert betri kaup á þeim þegar útsölurnar byrjuðu í sumar. Ég var ekki svo heppin því stígvélin voru eitt af fáum vörum sem ekki fer á útsölu … og þá eiginlega afskrifaði ég þau því ég var búin að ákveða að ég fengi þau á lækkuðu verði. EN ég er ennþá að hugsa um þau sem þýðir kannski að ég ætti að leyfa mér að fjárfesta í þeim? Mig “vantar” stígvél og finnst þessi svo góð í sniði.
Þau koma í rauðu, nude, brúnu og svörtu … og mig langar í rauð … væri örugglega búin að kaupa mér þau ef ég væri að pæla í svörtum.
Það hefur verið mikið á milli tannana á fólki að útsölur á Íslandi séu svo miklu lélegri en erlendis. Það má vel vera að eitthvað sé til í því en eins mikið og ég elska útsölur þá eru þær ekki endilega mér í hag, ekki heldur í útlöndum ;)
Maður þarf ekki að eiga allt sem maður girnist … Hmm, haaa …. Hjálp óskast.
JÁ EÐA NEI?
Fást: HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg