fbpx

Solstice trendin

MAGAZINEMUSIC

Ég var ein af þeim sem fékk spurninguna “Hver verða heitustu trendin á Secret Solstige?”  frá Fréttablaðinu á dögunum. Íslenskri tónlistarhátíð sem heillar mig hvað mest af þeim sem í boði eru.

Það væri frábært ef þessi hátíð myndi festa sig í sessi næstu árin og draga að ferðamenn og stærri tónlistarmenn úr öllum áttum – mér sýnist á öllu að þetta sé á réttri leið. 

“Ef ég á að nefna eina flík þá dettur mér fyrst í hug fína sjóarahattinn sem er að ná hæstu hæðum á Íslandi þessa dagana. Annars afslappað basic lúkk yfir það heila og útvíðar buxur fyrir þær sem þora?
Þó að ég notist mikið við orðatiltækið “less is more” þá eru hátíðir eins og þessar undantekning og þar má leika sér meira með klæðaburðinn.”

image001

Tónlistarhátíðir inní borg eru svo heillandi, en veðrið verður þó alltaf stór áhætta og þá sérstaklega á okkar blessaða landi. Mikilvægast er því að klæða sig eftir veðri svo við getum mætt á fleiri en einn dag.

Sjáumst í stuði seinna í mánuðinum! Ég hlakka til að mæta og skoða gesti og gangandi – það er ekki síður skemmtilegt eins og að hlusta á vel valda tóna. Ég reyni kannski að henda í einhverskonar innblásturs póst þegar nær dregur ef áhugi er fyrir því?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Skrifa Innlegg