fbpx

SÓL Í AUGU

SHOP

photo 2is1photo 1
Þó ég fagni haustinu og þeirri rútínu sem það ber með sér þá er ég þakklát þegar sú gula skín skært. Sólgleraugu eru fylgihlutur sem ég nota allt árið um kring og það er misskilningur að halda að þau séu bara nothæf yfir hásumarið, líka á Íslandi. Hér í heimalandinu er hitastigið enn í miklum plús og í dag er ég með sólina í augunum, og brillurnar á nefinu, eins og vanalega. En það verður ennþá raunin þegar tölurnar lækka á næstu vikum.

Þetta er þó staðan “í þessum skrifuðu” … ég valdi að taka með mér tölvuna út í síðdegissólina. Ágætis ákvörðun á meðan ég fel mig á bakvið sólgleraugun og derhúfuna – annars sér maður auðvitað ekkert á skjáinn!



photo 3 photo 4
Þessi gleraugu fékk ég fyrr í sumar frá Auganu í Kringlunni. Þau eru samstarfsverkefni Oliver Peoples x Isabel Marant og ég er yfir mig skotin í þeim. Unnustinn fagnaði líka því nú stel ég sjaldnar Rayban Aviator gleraugunum hans. En þessi eru líka léttari sem hentar mér betur – gerir það að verkum að stundum gleymi ég að þau séu á andlitinu. BGD0PDX_mkIsabel Marant par Oliver Peoples SS15

Kveðjur yfir hafið, með sól í augum.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LANGAR: ÞESSAR TVÆR

Skrifa Innlegg