Ég er með nokkra skó á heilanum frá tískuvikunni í Kaupmannahöfn en það er skemmtilegt hversu ólíkir þeir eru. Gróf stígvél frá Ganni, sokkadásemdin frá Stine Goya og drauma hælar frá Malene Birger. Úllen dúllen doff.
Hverjir eru ykkar uppáhalds?
Þessi grófu stígvél í einföldu sniði er eitthvað sem ég gæti hugsað mér að nota við niðurþröngar gallabuxur og kápu í yfirstærð, og helst vera í því lúkki alla daga í haust slabbinu.
Geysir selur Ganni á Íslandi.
Þessir eru frá Stine Goya og ég sé notagildi dags og nætur, það fer bara eftir því við hvað þú parar þá. Svona hæll er mjög þægilegur að ganga á.
Geysir selur Stine Goya á Íslandi.
Manolo Blahnik inspired frá Malene Birger. Spurning hvort þessir verði fáanlegir í Evu á Laugavegi eða Companys í Kringlu, en það eru verslanir sem selja Malene Birger á Íslandi. Vonandi verðum við heppnar …
Annars er ekkert að óttast (!) … strigaskórnir (uppáhalds trend margra) er ekki á förum í bráð, þeir sáust líka á pöllunum fyrir haustið.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg