fbpx

SKÁL

BRÚÐKAUPLÍFIÐSAMSTARF
Flaskan var gjöf frá Muré.

Skál…! Þetta er útsýnið og það er aaalveg að koma helgi. Við Gunni erum búin að vera rosalega upptekin síðustu vikurnar. Höfum reynt að halda öllum boltum á lofti á sama tíma og við komum okkur og börnunum inn í nýtt land, tungumál og almenna rútínu. Nú er þetta allt að smella eftir að sá stutti byrjaði loksins í leikskóla. Við opnuðum uppáhalds freyðivínið okkar fyrr í kvöld og skáluðum fyrir ýmsu, til dæmis því að við erum í fyrsta sinn að opna gestabókina frá brúðkaupi okkar hjóna fyrr í sumar. Það gefur hlýju í hjarta, mikilvægur punktur fyrir verðandi hjón, EKKI gleyma að hafa gestabók. Orð gestanna ylja löngu seinna og örugglega um ókomna tíð.

Okkar gestabók voru bundin blöð frá Reykjavik Letterpress með látlausri forsíðu, gestir límdu síðan inn myndir og létu vel valin orð fylgja með.

//

Afternoon delight – looking at the guest book from our wedding. Brings a lot of joy! Cheers.

Við völdum Muré bubblur í fordrykk í brúðkaupinu okkar og það hefur verið og verður eflaust okkar freyðivín í framtíðinni ..
Mæli heilshugar með þessu crémant sem bragðast svo afskaplega vel og ekki skemmir fyrir hvað verðið er gott.

Eitt glas í fordrykk við betri tilefni…

 

Sum síðdegi eru betri en önnur …

xx,-EG-.

CROWN BY HLÍN REYKDAL

Skrifa Innlegg