fbpx

CROWN BY HLÍN REYKDAL

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Hlín Reykdal er skartgripahönnuður sem er þekktust fyrir kúluhálsfestar og armbönd sem slegið hafa í gegn síðustu árin. Í síðustu viku frumsýndi hún nýja skartgripalínu, CROWN by Hlín Reykdal, sem fangaði athygli mína.
Ég var forvitin að heyra meira og lagði nokkrar spurningar undir hönnuðinn – kynnist Hlín og nýju línunni hér:

Hvenær hófst undirbúningur að nýju skartgripa línunni?

Ferlið að Crown línunni hófst í byrjun þessa árs. Ég sýndi á Hönnunarmars innblásturinn að línunni, teikningar, pælingar og tilraunir. Eins og gerist í svona hönnunarferli er margt sem breytist í ferlinu. Finna framleiðendur og fleira. En við látum sérgera mikið fyrir okkur erlendis. Síðan fer allur lokafrágangur fram á vinnustofunni út á Granda.

Sjáum við nýja hlið á Hlín Reykdal í línunni?

Já það má segja það að vissu leiti. Línan einkennist mikið af svörtum, gylltum og bleikum tónum. Skartið er frekar glitrandi og hátíðlegt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hanna og framleiði eyrnalokka. En það eru átta týpur af eyrnalokkum í þessari línu. Þetta er stærsta lína sem ég hef hannað hingað til.

Hvaðan kom innblásturinn?

Innblásturinn kemur frá kórónum. Ég skoðaði og rannsakaði kórónur langt aftur í tímann, út frá listasögunni og fleira. Það ferli eitt og sér var virkilega skemmtilegt.

Afhverju berum við fylgihluti?

Fyrir mér eru fylgihlutir oftast ómissandi fyrir heildar lúkkið.  Punkturinn yfir i-ið.
Fylgihlutir fegra oftast, geta verið stöðutákn, svo eru bara fylgihlutir svo skemmtilegir.
Þú getur verið í sama klæðilega kjólnum ár eftir ár en poppað hann upp með mismundandi fylgihlutum.
Tískan í dag er líka svo skemmtileg, stórt áberandi skart á móti hversdagslegum klæðnaði. Sérstaklega lokkar. Það þarf ekki lengur að vera neitt rosalegt tilefni til að bera áberandi glitrandi. skart.

Áttu sjálf uppáhalds skart í línunni?
Það er erfitt að segja. Það fer mjög eftir hvað ég er að gera en ég er virkilega ánægð með útkomuna á eyrnalokkunum.

Ég get verið sammála mörgum af þeim punktum sem Hlín nefnir. Línuna má skoða hér að neðan en einnig í verslun Hlín Reykdal að Fiskislóð 75, Granda.

Þessir lokkar eru á óskalista undiritaðrar –

.. og þessi gríma/hálsmen !

Ljósmyndari: Anna Maggý 
Módel:
Arna Ýr Jónsdóttir,
Dóra Júlía Agnarsdóttir
& Sunneva Einarsdóttir
Förðun:
Inga Dalberg
Hár
Bryndís Helgadóttir

Ég mæli með að fólk geri sér ferð í fallegu verslunina hennar úti á Granda sem bíður uppá dásamlegt úrval gjafavöru og fylgihluta. Til hamingju með vel heppnaða skartgripa línu, Hlín Reykdal!

Áfram Ísland. <3

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VIKAN: FORSÍÐUVIÐTAL

Skrifa Innlegg