fbpx

SÍÐASTA COUTURE SÝNINGIN HJÁ JEAN PAUL

FASHION

Jean Paul Gaultier kvaddi tískupallana með sinni síðustu sýningu í París í gærkvöldi. Um er að ræða Spring/Summer 2020 Couture Show sem var algjörlega í hans anda. Gaultier er einn af fremstu og þekktustu hönnuðum heims og fyrir ykkur sem ekki þekkið til hans þá er þetta “gaurinn” sem breytti skipstjóra röndum í trend sem varð einkennandi fyrir merkið til framtíðar. Þá má geta þess að hann er einn af bestu vinum Madonnu og hefur klætt hana í áratugi – keilubrjóstarhaldarinn er þar líklega frægastur.

Madonna – 1990

Jean Paul Gaultier endaði síðustu sýningu sína með stæl en pallurinn var stútfullur af fólki. Hönnuðurinn hélt opnar prufur fyrir sýninguna og því voru ný andlit í bland við stærstu nöfnin í bransanum. Stórar stjörnur eins og Madonna, Dita von Tesse, Beth Ditto og fleiri fengu eins konar felu hlutverk og þá gengu pallana fyrirsætur eins og Karlie Kloss, Coco Rocha, Gigi og Bella Hadid, Paris Jackson og miklu fleiri.

Góðvinkona hans, Naomi  Campbell hefur gengið ófáar sýningar fyrir merkið og gærkvöldið var enginn undantekning. Hún birti fallega kveðju á Instagram í lok kvölds.

Ég er aðdáandi Jean Paul Gaultier fyrir svo margar sakir, ég elska dugnaðinn og gleðina sem hann veitir starfi  sínu og ég ber virðingu fyrir því að hann heldur alltaf sinni línu bæði í hönnun og þegar hann setur upp show. Hann hefur ástríðu fyrir því að allir séu allskonar og hannar föt á fólk í öllum stærðum og gerðum. Stundum hafa sýningar hans verið kallaðar  “Fashion Freak Show”  því hann reynir að koma sem flestum týpum og setti tóninn hvað það varðar inn í nútímann, áður en aðrir byrjuðu að þora.

Mér finnst við hæfi að sýna ykkur myndir frá hans síðasta showi hér á blogginu. Houte Couture sýningar eru auðvitað lang bestu tísku-sýningarnar – takk fyrir þig herra Gaultier.

Og endum þetta svo á mér og herra Gaultier á góðri stundu, í lélegum símagæðum.

Ég var svo heppin að fá að hitta og spjalla við Jean Paul í París fyrir hönd Lindex á Íslandi á þeim tíma þegar hann hannaði samstarfslínu fyrir sænsku verslanirnar. Ég viðurkenni að hafa verið svolítið stressuð þegar ég bankaði uppá í fallegum höfuðstöðvum hans í París, aðallega útaf því að ég bjóst við annarri manneskju vegna umfjallanna í  fréttum. Hann hefur alltaf verið  kallaður “óþekkur” í tískuheiminum og ég sá fyrir mér fúlann franskan karl … en þegar brosandi andlitið tók á móti mér í dyragættinni þá áttaði ég mig fljótt á því afhverju hann væri búinn að ná svona langt í sínu starfi – yndislegur með meiru. Það kemur manni ansi langt í lífinu.

Í kjölfarið stóð ég fyrir showroom viðburði sem heppnaðist með eindæmum vel og svo tók ég á móti viðskiptavinum á opnun í verslun Lindex í Smáralind. Við erum því þónokkrar íslenskar skvísurnar sem eigum hönnun eftir hann í fataskápnum. Ekkert smá skemmtilegt verkefni sem ég á í minningarbankanum. Þið getið lesið viðtal sem ég tók við hann HÉR fyrir þá sem ekki fylgdust með mér á þessum tíma.

Tískuiðnaðurinn virðist vera að breytast og mér sýnist á öllu að þessir stóru hönnuðir og tískuicon séu að hverfa smám saman. Í dag eru tímarnir aðrir þar sem street style hönnuðir virðast fá meiri athygli.

Ein af rokkstjörnum tískuiðnarins hefur því haldið sitt síðasta show – Au Revoir!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: RÖLT Í REYKJAVIK

Skrifa Innlegg