Ég á til með að deila með ykkur bikerjakka sem ég eignaðist í haust. Jakki sem ég féll fyrir í heimsókn minni til höfuðstöðva Lindex í Gautaborg þar sem hann hékk á “væntanlegt” slá. Ég fékk að máta – hann varð svo minn stuttu seinna.
Það er stundum svoleiðis að flíkur geta fallið inn í fjöldann í verslunum. Þessi tiltekni hefur greinilega ekki æpt á íslendinga eins og hann æpti á mig á sínum tíma. Það kom mér nefnilega á óvart að hann er enn til í sölu hérlendis en ég er alveg viss um að hann er búinn á slánum hinu meginn við hafið.
Ég hef notað minn mikið síðustu daga og fæ alltaf spurningar um hvaðan hann sé. Þegar ég sá að hann er enn til sölu þá átti ég til með að grafa upp gömlu myndina hér að ofan og deila honum með ykkur.
Hann er í þessu sérstaka grófa efni og með gylltum rennilás sem setur punktinn yfir – i-ið. Í kuldanum síðustu daga er must að nota hann undir úlpuna en í sumar verður hann pörfekt yfirhöfn.
Biker jakki: Lindex
Buxur: Vila
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg