fbpx

SHOP: AMERICAN VINTAGE

LANGARSHOP

 

10609073_10152332713627568_373403516_n10603041_10152325098067568_639557654_n10589041_10152332255167568_1837606002_n

American Vintage er franskt merki sem selur tímalausar vörur í vönduðum efnum og fallegum sniðum. Ég á nokkrar flíkur frá þeim sem flestar voru keyptar meðan ég bjó í Frakklandi. Nýjasta flíkin mín er samt sem áður keypt á Íslandi en ég hef ekki vitað af merkinu í boði þar áður. Er það kannski vitleysa í mér?
Peysan að ofan var semsagt keypt í nýrri verslun á Laugavegi, Anna Ranna, sem bauð uppá örlítið úrval frá þessu fína merki og mögulega meira í dag en þá. Getið kíkt á það!

Fyrir haustið langar mig í fleiri flíkur frá þeim en þessar að neðan eru á óskalista.

AV4 AV5AV2  AV14 AV2
  AV10 AV9 AV8 AV7Notagildið verður yfirleitt mikið enda sjáið þið að þarna eru bara klassísk snið í fallegum jarðlitum en það er það sama og merkið hefur boðið uppá lengi.
Fyrir mína parta er ég líka orðin spennt fyrir rúllukraga og rútínu …. allavega fljótlega.

Langar …

xx,-EG-.

RIP ROBIN WILLIAMS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Lína

    13. August 2014

    Uppáhalds merkið mitt, kannski fyrir utan All Saints :P
    En uppgötvaði það í DK :) Sá fyrir einhverjum árum að það var selt Kúltúr líka. Frábærar vörur, tímalausar og notagildið er endalaust :)

  2. Hulda

    14. August 2014

    Hvar á laugarveginum er þessi nýja búð staðsett. Langar rosalega að kíkja í heimsókn.