Færslan er unnin í samstarfi við Bláa Lónið
Vinsælasta húðvara Bláa Lónsins, Silica Mud Mask, fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og í tilefni þess er maskinn á 40% afslætti í netverslun, HÉR
Ef við flettum upp í eldgömlum bloggfærslum hjá mér þá finnum við einmitt þennan maska sem var sá fyrsti sem ég notaði frá íslensku húðvörumerki. Hann er minn uppáhalds frá Bláa Lóninu því hann er ekki of kraftmikill fyrir mína húð. Hentar því eflaust flestum húðgerðum.
Eða eins og segir á vefsíðu Lónsins:
Vissir þú að kísill Bláa Lónsins hjálpar til við að endurnýja ysta lag húðarinnar, styrkir hana, mýkir og þéttir?
Kísilmaskinn er fyrsta húðvara Bláa Lónsins sem kom á markað árið 1995 og er enn þann dag í dag ein vinsælasta húðvaran.
Ég held að self care sunnudagur sé eitthvað sem við ættum öll að lifa eftir. Það er ekkert verra að upplifa slíkt heima hjá sér. Ég mæli með! Fæst: HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg