fbpx

SÉÐ OG HEYRT DRESS

DRESSMAGAZINE

Í síðasta tölublaði Séð og Heyrt voru birtar 8 myndir af 8 dressum.
Það var alveg meira en að segja það að senda frá sér myndir af 8 dressum en ég var heppin að fá nokkuð góðan fyrirvara á beiðninni.

Myndirnar eru allar teknar í franska landinu og ég fæ heimþrá við að fletta þeim.

Hér hafið þið 4/8.

Þetta dress er næstum því alveg sænskt, fyrir utan hárbandið sem að er hönnun Ernu Hrundar bloggara á Trendnet. Skyrtan er frá Ginu Tricot, kápan frá Monki, buxurnar frá Lindex(þó keyptar í þeirri íslensku) og skórnir frá Scorett.

Það er svolítið skemmtileg saga á bakvið þessi pelsakaup. En ég keypti hann í sumarsælu af frönskum kaupmanni sem að gaf mér annan í kaupæti óumbeðinn. Líklegt að feldsala hafi legið niðri á þessu tímabili vegna spánarsælu. Hver kaupir sér pels í 30 gráðum?

Vestið er úr 100% ull og ég keypti það á 7000 íslenskar krónur(gjöf en ekki gjald fyrir svona flík) á lagersölu sem að ég uppgötvaði ekki fyrir löngu hér í Nantes.
Kápan sem að ég er í innan undir er frá H&M og er vandræðalega mikið notuð frá því í sumar þegar að hún kom með mér heim frá frábærri Bostonferð. Skórnir eru úr barnadeild sömu verslunar. Það borgar sig að skoða allar deildir H&M risans !

Rúskinsjakkinn er frá uppáhalds vintage verslun minni í Parísarborg.
Ég féll fyrir detailunum á buxnaskálmunum í einni af heimsókn minni í H&M, þær eru frá H&M trend. Skórnir eru frá 67 keyptir í GS skóm.
_

Textinn er nokkurn veginn sá sami og birtist í blaðinu.

xx,-EG-.

LOOKBOOK X CÉLINE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Þórhildur Þorkels

    10. January 2013

    sæta fína