fbpx

RÓMANS Í REYKJAVÍK

LÍFIÐSAMSTARFTRAVEL

Ég gisti á hóteli í tvær nætur í Reykjavík á dögunum. Fyrsta nóttin var vegna vinnu en svo bauð hótelið mér að vera aðra nótt mér að kostnaðarlausu, sem ég þáði. Um er að ræða KEA hótel keðjuna sem opnaði EXETER á Tryggvagötu fyrir ekki svo löngu síðan.

Ég er algjör hótel “perri” og hér á meginlandinu hoppa ég gjarnan til og bóka herbergi þegar við eigum frídaga eins og þið vitið sem fylgist með mér á Instagram. Mér finnst hótelkostnaður vera þess virði að leyfa sér til að komast í slökun frá heimilinu af og til og eitt það mikilvægasta við mitt val er alltaf morgunmaturinn og ég gef gæðastimpil eftir því hvort það fylgi sloppur með herberginu haha. Á Íslandi er þetta engin undantekning, þar eigum við fjöldan allan af notalegum hótelum. Ég hef heimsótt þau nokkur og á mín uppáhalds nú þegar.

Eins æðislegt og mér finnst að eyða nótt á hóteli með fjölskyldunni þá elska ég líka þegar við Gunni náum nótt án barnanna. Við höfum til dæmis nokkrum sinnum skilið krakkana eftir hjá ömmum og öfum í Reykjavík á meðan að við við förum á deit annaðhvort rétt fyrir utan Reykjavík eða bara í borginni þar sem við leyfum okkur að vera túristar í eigin landi. Ég hef gefið slík tips oft áður hér á blogginu og mun halda því áfram. Reykjavík er auðvitað algjör snilldar borg og því um að gera að gera vel við sig þar eins og annarsstaðar. Í þetta sinn naut ég verunnar með vinkonu en ekki maka, það má líka.

Í samstarfi við KEA Hótel er ég að gefa gjafabréf á Instagram. Um er að ræða nótt fyrir tvo á Exeter sem felur í sér morgunmat (mæli með að rista súrdeigsbrauðið og setja á það rjómaost og sultu … við Rósa vorum að vinna með það) ásamt máltíð fyrir tvo á Le Kock sem er veitingastaðurinn á neðstu hæð hótelsins. Svo ef þig langar ekki útaf hótelinu þá þarftu þess ekki einu sinni ;) .. gufa, rækt og dásamlegt útsýni fylgir snyrtilegum herbergjunum.

 

Takið þátt í Instagram leiknum HÉR.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

VINNU ÚTSÝNI DAGSINS, WEARING ..

Skrifa Innlegg