fbpx

Rihanna býður uppá Salomon sneakers sumar

Það hefur varla farið framhjá neinum þegar Rihanna gjörsamlega slóg í gegn í hálfleiks show-inu á Super Bowl. Það eru ávallt gerðar gríðarlegar væntingar til sýningarinnar og hún stóð sko heldur betur undir þeim og rúmlega það, eins sín liðs og ólétt. Þvílík kona og sjarmatröll!

Rauða dressið hennar hefur vakið mikla athygli – rauður samfestingur frá Loewe, rauður dúnjakki frá Alaïa og kannski það sem stal athyglinni voru rauðir Salomon sneakers. Strigaskórnir eru úr samstarfi Salomon við Maison Margiela (MM6 Maison Margiela X Salomon) og voru fáanlegir fyrir um 50.000 kr., en auðvitað löngu uppseldir núna.

Þetta voru óvænt tíðindi fyrir franska útivistarmerkið, en þeir höfðu ekki hugmynd um þetta og á einni nóttu þá jókst leit eftir skónum á Google um 4.000 %.

Salomon hefur verið í gríðarlegum vexti undanfarið og á hraðri uppleið á sneakers markaðnum og þetta óvænta útspil frá Rihanna gaf þeim heldur betur extra boost. Við Íslendingar getum fagnað því, enda eru skórnir einstaklega hentugir fyrir íslenskar aðstæður. Þið finnið Salomon á Íslandi í Húrra Reykjavík og pssst…  ég fann 2 pör (því miður ekki mín stærð) af MM6 Maison Margiela x Salomon á útsölu í Stefánsbúð, stærðir 38 og 40. Ekki sami rauði litur, en þessi finnst mér eiginlega meira næs fyrir hversdaginn.

Ég held að Rihanna sé setja af stað Salomon Sneakers Sumarið á Íslandi.

//EG

TOPP FIMM Á DÖNSKU TÍSKUVIKUNNI

Skrifa Innlegg