Á ÓSKALISTANUM:

ÓSKALISTISNYRTIVÖRUR

Gleðilegan mánudag og áfram Ísland xx

Það er mikill mánudagur í mér í dag og er því tilvalið að gera eitt stykki óskalista og láta sig dreyma. Hér eru nokkrar vörur sem eru á óskalistanum mínum og flestar af þeim eru nýlegar á snyrtivörumarkaðinum.

L’ORÉAL – PURE CLAY BRIGHT MASK

Þetta er nýr maski frá L’oréal en þessi maski á birta, jafna út og gefa húðinni ljóma.. þetta hljómar alltof vel fyrir þreytta vetrar húð. Ég elska hina maskana frá L’oréal þannig ég er mjög spennt fyrir þessum.

L’ORÉAL – PURE CLAY BLEMISH RESCUE MASK

Þetta er líka nýr maski frá L’oréal en hann gerir eiginlega andstæðuna við gula maskann. Þessi maski á að hreinsa húðina mjög vel og hreinsa úr svitaholum. Ég hugsa að þessi og guli maskinn sé góð tvenna eða nota þá á sama tíma, sem sagt setja bláa á T-svæðið og gula á kinnarnar.

 

REAL TECHNIQUES – MIRACLE CLEANSING SPONGE

 

Ég er mjög hrifin af öllu sem við kemur því að hreinsa húðina og þessu er ég mjög spennt fyrir. Þetta er nýr svampur frá Real Techniques og er þetta svampur til þess að hreinsa húðina. Ég held að þetta sé æðisleg viðbót inn í húðrútínuna og sniðugt fyrir þá sem eiga kannski ekki hreinsibursta eða vilja prófa eitthvað nýtt.

 

 

BECCA FIRST LIGHT PRIMING FILTER

 

 

Ég er ekki mikið fyrir primer-a en ég er mjög spennt fyrir þessum því hann gerir allt sem ég vill að primer geri. Þessi primer á að birta til, gefa raka og skilja húðina eftir ljómandi og ferska. Becca er líka á leiðinni til Íslands en þið getið séð allt um það hér.

 

 

URBAN DECAY – 24/7 GLIDE-ON EYE PENCIL Í LITNUM SMOG

 

Ég elska augnblýantana frá Urban Decay, þeir eru silkimjúkir og haldast á mjög lengi. Mig langar að eignast einn brúnan með smá “shimmer” sem hægt er að nota dagsdaglega eða til þess að gera smokey.

 

FENTY BEAUTY PRO FILT’R FOUNDATION

Það er örugglega ekki búið að fara framhjá neinum sem fylgjast mikið með förðunarvörum að Rihanna var að gefa út snyrtivörulínu. Ég er búin að heyra mjög góða hluti um þennan farða og eiginlega alla línuna sjálfa. Þetta er mattur farði, á að haldast á allan daginn, olíufrír og á ekki að setjast í svitaholur heldur verður húðin óaðfinnanleg. Ég er mjög spennt fyrir þessum farða og sjá hvort hann uppfyllir allt þetta að ofantöldu. Rihanna á líka stórt hrós skilið en hún gaf út 40 liti, þannig það ættu allir að geta fundið sinn rétta lit.

 

FENTY BEAUTY – KILLAWATT HIGHLIGHTER Í LITNUM LIGHTING DUST/CRYSTAL

 

Rihanna gaf einnig út nokkra highlighter-a og aðsjálfsögðu er ég mjög spennt fyrir því. Þessi highlighter er tvískiptur en örðu megin er látlaus highlighter og hinum megin er highlighter-inn meira áberandi. Það er hægt að nota þá báða saman eða í sitthvoru lagi. Ég held að þetta sé snilld fyrir þá sem vilja eiga bara eina vöru og hægt að nota látlausa dagsdaglega og hinn á kvöldin, skemmtileg hönnun.

 

MILK MAKEUP – BLUR STICK

Þetta er mjög vinsæl vara frá Milk Makeup en þetta er primer stykki og þú einfaldlega rennir þessu yfir andlitið áður en þú setur á þig farða. Þetta á ekki að stífla svitaholur, leyfir húðinni þinni að anda og gerir yfirborð húðarinnar fallegt. Mér finnst þetta hljóma ótrúlega vel en ég er mjög hrifin af vörunum frá Milk Makeup og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

 

GLAMGLOW VOLCASMIC MATTE GLOW MOISTURIZER

Þið vitið eflaust hvað ég elska GlamGlow Glow Starter en það er ótrúlega fallegt ljómakrem sem gott er að setja á húðina áður en maður setur farða. Þetta er andstæðan við það en þetta er matt ljóma krem og að matta húðina en gefa því samt ljóma án þess að vera glansandi. Ég held að þetta sé fullkomið fyrir þá sem eru með olíumikla húð eða setja þetta krem á sig ef maður er til dæmis að fara á árshátíð eða í brúðkaup. Ég er spennt fyrir þessu!

 

URBAN DECAY – EYESHADOW Í LITNUM BAKED

 

 

Síðan en alls ekki síst er það þessi gullfallegi augnskuggi frá Urban Decay. Ein af mínum bestu vinkonum átti afmæli um daginn og ég gaf henni þennan augnskugga í afmælisgjöf, hún var svo ánægð með hann að hún setti hann strax á sig um kvöldið og vá hvað hann er fallegur. Hún setti hann yfir allt augnlokið og blandaði honum síðan út, ótrúlega einfalt og flott.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Færslan er ekki kostuð en inniheldur affiliate links

NEW IN

NEW INSNEAKERSUMFJÖLLUN

Mörg ykkar vita eflaust af FENTY – nýlegu samstarfi Rihönnu og PUMA. Ég fékk sendingu í morgun, þegar pabbi og bræður mínir lentu frá Bandaríkjunum. Aron litli bróðir minn er mikill sneaker maður og keypti handa mér Fenty – The Trainer sem fóru í sölu síðasta sunnudag.

IMG_4456

IMG_4457

IMG_4455

Ég var smá skeptísk á tunguna fyrst þegar ég sá mynd af skónum og hélt hún næði hálfa leið upp að hnjám. En skórnir eru mjög flottir á fæti og tungan alls ekki æpandi löng. IMG_4451

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_4452

Skórnir kosta 180 dollara eða um 24.000 krónur. Þar sem ég er ekkert mikill aðdáandi af því að skoða heimabankann minn þá millifærði ég strax á Aron í gegnum AUR appið. Kortaupplýsingar eru tengdar við símanúmer og ef báðir aðilar eru með appið er þetta fljótlegasta leið ever til að millifæra. Við stelpurnar notum þetta óspart þegar við förum út að borða, þetta auðveldar uppgjörið alveg margfalt!! Í staðinn fyrir að borga með mörgum kortum og vesenast með að skipta rétt á milli þá getur ein borgað og hinar lagt inn á viðkomandi á staðnum.

Ég hef einnig notað appið þegar ég kaupi eða sel föt á Facebook/bland.is. Skápahreinsun er akkúrat á nánustu dagskrá (ef ég kem mér einhvern tímann að verki) og þá mun ég pottþétt selja einhver föt á Facebook. Þá mun AUR koma sér mjög vel – þ.e.a.s. ef einhver vill kaupa fötin mín ;-)

Annars er ég mega ánægð með nýjustu sneakers og hlakka til að rokka þá á næstunni.

xx

Andrea Röfn

þessi færsla er kostuð

Í tilefni alþjóðlega HIV Aids dagsins

Ég Mæli MeðMACSnyrtibuddan mínVarir

Í dag er alþjóðlegi HIV Aids dagurinn og í dag mun MAC hér á Íslandi fyrir hönd “The MAC Aids Fund” afhenda ávísun að upphæð 2.000.000,- króna sem HIV Ísland notar til þess að fara í alla grunnskóla á landinu með forvarnarfræðslu fyrir 9. og 10. Bekkinga. En MAC hér á landi safna í sjóðinn með sölu á Viva Glam vörunum en allt andvirði þeirra rennur óskipt í þennan flotta sjóð sem er sá annar stærsti sinnar tegundar í heiminum.

Ég á tvo Viva Glam liti og ég verð eiginlega að fara að eignast fleiri liti og í dag er einmitt dagurinn til að splæsa í liti. En Viva Glam litirinir eru 6 talsins, varalitir og gloss. En á hverju ári er valin stjarna sem hannar lit fyrir Viva Glam línuna og lifir sá litur í eitt ár í senn. Í ár er það að sjálfsögðu Rihanna sem hannaði litina og það er nú þegar búið að kynna nýjasta talsmann línunnar og birta myndir af fyrstu litunum hennar sem þið finnið hér neðar í færslunni.

vivaglam2-620x413

Hér er ég með VIVA Glam I glossinn, fullkominn rauður litur og mjög hátíðlegur alveg tilvalinn sem jólaliturinn í ár.

vivaglam4-620x413

En þessi litur finnst mér bara einn sá fallegasti sem ég hef nokkur tíman séð en þetta er fyrri Rihönnu liturinn sem er svo fallega, hátíðlega rauður.

Ég reyni að nýta hvert tækifæri sem mér gefst til að vekja athygli á þessu flotta framtaki MAC og plataði því hana Rakel sem er verslunarstjóri MAC í Kringlunni í smá viðtal fyrir síðasta tölublað Reykjavík Makeup Journal. Skjáskot af viðtalinu finnið þið hér og ég hvet ykkur til að renna í gegnum það því málefnið er verðugt og mér þykir alltaf jafn flott að fara yfir það hvað er hægt að gera fyrir andvirði eins Viva Glams litar.

Fyrir áhugasamar eru örfá eintök af Reykjavík Makeup Journal enn á vappi um verslanir Hagkaupa… ;)

024 025 026 027

 

Nýjasti hönnuður Viva Glam litanna er svo söngkonan Miley Cyrus en það er nú þegar búið að kynna fyrstu litina hennar sem verða fáanlegir í byrjun næsta árs. Ég verð að segja að þó söngkonan sé ekki í miklu uppáhaldi þá fýla ég litina hennar í botn og málefnið er það gott að ég held ég splæsi í báðar vörurnar – varaliturinn er möst og glossinn er eitthvað ó svo girnilegur!

blogger-image-134482994

Ef þið eigið Viva Glam vörur þá er þetta dagurinn til að skarta þeim og styðja þannig þetta flotta verkefni eins vinsælasta snyrtivörumerkis í heiminum í dag. Ef þið eigið enga vöru er um að gera að sýna stuðning í verki og splæsa í fallegan lit því nóg er í boði.

Á laugardaginn næsta verður haldið sérstaklega uppá daginn í báðum versluum MAC hér á Íslandi og þá getið þið nýtt tækifærið og fengið extra góða fræðslu um vörurnar og litina sem í boði eru.

EH

RIHANNA: H&M X AW

FASHIONFÓLKH&M

Þessa dagana stendur tískuvikan yfir í New York. Tískuvikum fylgir tískufólk og lét Rihanna sig ekki vanta á sýningar helgarinnar.

aq_resizer

Söngkonan náðist á mynd í gærdag  þegar hún klæddist afslöppuðu lúkki á götum borgarinnar. Um er að ræða fatnað úr línu H&M x Alexander Wang sem brátt kemur í verslanir en enginn hefur séð áður. Lofar góðu?  Í það minnsta ber hún fatnaðinn mjög vel með Gucci veski á öxlinni og gyllt body chain á berum maganum.photo

Logo all over again ….. Ég held að við getum þakkað Calvin Klein fyrir það start.

xx,-EG-.

RIHANNA á CFDA: VÁ!

BEAUTYFÓLKFRÉTTIR

rihanna-2014-cfda-awards-fashion-icon-billboard-650

Söngkonan Rihanna stal allri athygli á CFDA verðlaunarhátíðinni (Council of Fashion Designers of America Awards)  í New York í gærkvöldi.
Hún mætti glitrandi á rauða dregilinn klædd í see through síðkjól með hanska og höfuðklút í stíl hannað af Adam Selman.
Förðunin var í anda stílsins en djúpt smokey og nude varir settu punktinn yfir i-ið.

tumblr_n6kgqhTpXp1qzclrjo1_r1_500

Einhverjir setja eflaust út á beru brjóstin sem auðvelt hefði verið að fela betur …

2a7ifzm

Shine like a diamond … og í þetta sinn umvafin 216.000 Swarovski kristölum.

Hvað finnst ykkur?

xx,-EG-.

Viva Glam liturinn hennar Rihönnu

FallegtMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Samstarf Rihönnu og MAC ætti ekki að hafa farið framhjá ykkur – alla vega ekki ykkur sem lesið síðuna mína. Nýjasta varan er nú mætt í verslanir en það er Viva Glam varalitur sem Rihanna hannaði.

Fyrir ykkur sem ekki vitið hvað Viva Glam vörurnar snúast um þá rennur hagnaður af þeim óskiptur í Mac Aids fund. Svo um leið og þið kaupið ykkur fallegan varalit eða gloss þá styrkið þið gott málefni.

Sjálf hef ég reglulega keypt Viva Glam vörurnar og látið þannig gott af mér leiða og eignast nýja vöru í snyrtibudduna.
vivaglamUm leið og varaliturinn kom í Mac hér á Íslandi dreif ég mig útí Kringlu og keypti varalitinn. Það kom líka gloss og mig langar eiginlega bara líka í hann. Varaliturinn er alveg ofboðslega fallegur en hann er í köldum rauðum tón og það glampar alveg svakalega fallega af honum eins og þið sjáið á þessum myndum hér fyrir neðan sem ég tók í dagsbirtu.vivaglam4 vivaglam2Mér finnst ljóminn sem kemur á varirnar alveg einstaklega fallegu en glossinn er mjög svipaður en þar eru örfínar glimmeragnir sem grípa birtuna í kringum varirnar sem endurkastast þá fallega af þeim. Bæði varaliturinn og glossinn eru með þéttum lit og ég er bara með varalitinn á myndinni – enginn varablýantur. Hann  er búinn að seljast mjög vel svo ef þið girnist þennan lit þá mæli ég með að þið hafið hraðar hendur á :)

Ég notaði Mac eyelinerpensilinn sem ég skrifaði um HÉR til að bera litinn á og fá svona rúnaðar varir.

Þessi litur er must have að mínu mati og ég er ekki einu sinni mikið fyrir rauða liti! Hvernig líst ykkur á þennan?

EH

Áramótaförðunin og dressið

ÁramótAugnskuggarAuguEstée LauderEyelinerLífið MittlorealLúkkMACmakeupMakeup ArtistMax FactorMaybelline

Eins og lofað var þá sjáið þið hér áramótaförðunina mína sem ég gerði að mestu leyti með vörunum sem ég var nú þegar búin að sýna ykkur HÉR.

Í aðalhlutverki vöru varirnar – beliki liturinn úr hátíðarlínu Rihönnu og MAC passaði svo ótrúlega vel við kjólinn minn að mér fannst best að förðunin snerist dáldið í kringum hann. Ég notaði alla augnskuggana í pallettunni fyrir utan einn þeirra og setti svo eyelinerlínu með svörtum blautum eyeliner og setti glimmerlinerinn frá MAC yfir hann til að gefa lúkkinu svona smá glimmerfíling – er það ekki nauðsynlegt um áramótin.

Förðunin var bara mjög hófleg hjá mér þetta árið þar sem ég er nú bara í heimahúsi með fjölskyldunni og alveg hætt að skella mér í partý eða á ball. Mér finnst eiginlega bara langbest að eiga rólegt kvöld í heimahúsi helst með gott spil, góðum vinum og nóg af malt & appelsín blöndu :)

Hér sjáið þið förðunina og fyrir neðan myndirnar af henni eru myndir af vörunum og smá lýsing á lúkkinu…

áramót-7 áramót-3 áramót-6 áramót-4 áramót-5

Húð:
Luminizing primer frá Estée Lauder, Serum 2 in 1 farði frá Max Factor, True Match hyljarapenni frá L’Oreal, BB púður frá L’Oreal, Legendary kinnalitur úr Marilyn Monroe línu MAC, Brow Drama litað augabrúnagel frá Maybelline og Colour Precision kremaugnskuggi frá Max Factor í litnum Pearl Beige notaður sem highlighter.

Augu:
Color Tatto augnskuggi frá Maybelline í litnum Permanent Taupe notaður til yfir allt augnlokið sem grunnur, Presh Out augnskuggapalletta úr hátíðarlínu Rihönnu og MAC, Master Precise eyeliner frá Maybelline, Superslim glimmereyeliner í litnum Cockiness úr hátiðarlínu Rihönnu og MAC og Rocket maskarinn frá Maybelline.

Varir:
Pleasure Bomb varalitur úr hátíðarlínu Rihönnu og MAC.

Kjóllinn sem ég klæddist er að sjálfsögðu úr Selected en það vissuð þið nú flestar fyrir. Ég er sjúklega ánægð með hann. Litirnir eru svo fallegir og hann minnir smá á litadýrðina sem myndast á himninum um miðnætti á heiðskýru gamlárskvöldi.

Mamman var orðin ansi sjúskuð þegar ég mundi að taka myndir af mér í honum svo ég skelli í aðra myndatöku sem fyrst til að sýna ykkur hversu flottur hann er nú ;)

áramót-30

Ég ákvað nú að vera bara í einföldum sokkabuxum og spariskórnir þetta kvöld voru bara dáldið massívir útiskór. Ég ákvað að skilja hælana eftir heima svo ég gæti nú farið út og sprengt flugelda.

EH

Áramótaförðunarvörurnar mínar

ÁramótAugnskuggarAuguMACmakeupNýtt í snyrtibuddunni minni

Vívavá!! Ég var alveg búin að ákveða það að vera með einn af mínum uppáhalds Pressed Pigments augnskuggum frá MAC í kvöld en sú ákvörðun breyttist snögglega þegar ég eignaðist þessar vörur úr hátíðarlínu MAC sem var gerð í samstarfi við söngkonuna Rihönnu. Þið getið séð allt um línuna sem mætti í verslanir MAC í Debenhams Smáralind og Kringlunni í gær HÉR. Ef þið eruð jafn ástfangnar og ég þá er enn eitthvað eftir af vörum og opið í verslununum milli 10 og 13 í dag. Upplagt að ná sér í flottar förðunarvörur og gerviaugnhár fyrir kvöldið. Seinna í dag mætir svo gerviaugnhárasýnikennslan mín inná síðuna fyrir ykkur sem þurfið smá aðstoð við það.

Hér sjáið þið vörurnar sem ég fékk:

ririhátíð ririhátíð2

Glimmer eyelinerinn er sú vara sem mig langaði mest í úr línunni – vá hvað hann er sjúklega flottur. Liturinn er mjög þéttur orange/kopar tónn sem inniheldur glimmeragnir. Þetta er hinn fullkomni áramótaeyeliner og ég hlakka til að nota hann.

ririhátíð3

Varaliturinn er sterkur bleikur litur sem mun fara sjúklega vel við fína áramótakjólinn minn sem þið sjáið HÉR. Pleasure Bomb heitir varaliturinn og þið getið séð sýnishorn af litnum HÉR.

ririhátíð4 ririhátíð5

Pallettan heitir Presh Out og er með sjúklega flottum sanseruðumskuggum með glimmerögnum. HÉR getið þið séð hvað Temptalia hafði að segja um pallettuna. Hún fær bara ágætiseinkunn hjá henni. Ég er sérstaklega spennt fyrir að nota tvo dekkstu litina og ég held ég noti svo eyelinerinn við þá frekar en ljósari litina. En ég sýni ykkur útkomuna að sjálfsögðu!

Það skemmtilega við þessa tegund af augnskuggum frá MAC er að það er hægt að bleyta uppí augnskuggunum og þá verður sanseraða áferðin ekkert smá þétt og flott. Annað hvort geri ég það eða nota kremaðan augnskugga undir augnskuggana til að fá svipaða útkomu.

ririhátíð6

Svo styttist nú í komu Viva Glam varalitarins og varaglossins sem Rihanna hannaði fyrir merkið. Söngkonan elskar MAC og það hefur hún aldrei farið leynt með. Viva Glam vörurnar eiga að koma út í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs svo mæta þeir líklega stuttu seinna hér hjá okkur.

viva

Ég ætla hiklaust að fá mér þessar vörur!

EH

MAC <3 RiRi – Hátíðarlína

Fræga FólkiðMACmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Mikið var ég ánægð að sjá að það er búið að tilkynna það að hátíðarlínan sem Rihanna gerði í samstarfi við MAC sé á leið til Íslands. Ég var búin að vita af þessu í smá tíma en ég vildi kannski leyfa þeim hjá MAC hér á Íslandi að vera fyrstar með fréttirnar. Línan er þó líklega ekki væntanleg núna fyrir jólin heldur annað hvort á milli jóla og nýárs eða eftir áramót. Ég leyfi ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með.

Það er áfram sami stíll yfir línunni og var í haustlúkkinu sem þið sjáið HÉR. Það er reyndar minna af vörum í lúkkinu en var í síðustu línu og það er kannski skrítið en ég er langspenntust yfir augnskuggaburstanum í þessari línu heldur en beint förðunarvörunum. Í línunni er nefninlega búið að setja saman tvo af mínum uppáhalds MAC burstum í einn bursta. Svo eru það blautu metallic eyelinerarnir sem heilla.

Línan samanstendur af þremur varalitum (þar á meðal RiRo Woo sem seldist upp síðast), tveimur mismunandi augnskuggapallettum, púðri, tveimur blautum eyelinerum, einum tvöföldum augnskuggabursta, naglalakki og snyrtibuddu.

Hér sjáið þið svo myndir af vörunum í lúkkinu…mac-rihanna-holiday-collection

Eina við þessa línu sem ég get mögulega sett útá að þetta eru kannski of miklar fegurðarförðunarvörur ég hefði viljað sjá ýktari liti og meiri eyelinera en mögulega verður mér að ósk minni seinna. Samt sem áður er ég sko alveg á því að ég verði að eignast fleiri RiRi varaliti og þá einna helst RiRi Woo ég fékk mér hann ekki síðast og ég kannski sé örlítið eftir því – ég gæti að sjálfsögðu fengið mér Ruby Woo en mér finnst það ekki alveg það sama. Það er nefninlega alveg gaman að eiga svona limited edtion ;)

Annars er Rihanna ekki á leið frá MAC í bráð en hún hannaði nýjasta Viva Glam litinn sem er væntanlegur í sölu hér á landi á næsta ári.

Svona að lokum þá má geta þess að allir varalitirnir úr hátíðarlínunni seldust upp á örfáum mínútum í netverslun MAC í Bandaríkjunum núna í morgun – þetta samstarf er að slá í gegn :)

EH