fbpx

Áramótaförðunarvörurnar mínar

ÁramótAugnskuggarAuguMACmakeupNýtt í snyrtibuddunni minni

Vívavá!! Ég var alveg búin að ákveða það að vera með einn af mínum uppáhalds Pressed Pigments augnskuggum frá MAC í kvöld en sú ákvörðun breyttist snögglega þegar ég eignaðist þessar vörur úr hátíðarlínu MAC sem var gerð í samstarfi við söngkonuna Rihönnu. Þið getið séð allt um línuna sem mætti í verslanir MAC í Debenhams Smáralind og Kringlunni í gær HÉR. Ef þið eruð jafn ástfangnar og ég þá er enn eitthvað eftir af vörum og opið í verslununum milli 10 og 13 í dag. Upplagt að ná sér í flottar förðunarvörur og gerviaugnhár fyrir kvöldið. Seinna í dag mætir svo gerviaugnhárasýnikennslan mín inná síðuna fyrir ykkur sem þurfið smá aðstoð við það.

Hér sjáið þið vörurnar sem ég fékk:

ririhátíð ririhátíð2

Glimmer eyelinerinn er sú vara sem mig langaði mest í úr línunni – vá hvað hann er sjúklega flottur. Liturinn er mjög þéttur orange/kopar tónn sem inniheldur glimmeragnir. Þetta er hinn fullkomni áramótaeyeliner og ég hlakka til að nota hann.

ririhátíð3

Varaliturinn er sterkur bleikur litur sem mun fara sjúklega vel við fína áramótakjólinn minn sem þið sjáið HÉR. Pleasure Bomb heitir varaliturinn og þið getið séð sýnishorn af litnum HÉR.

ririhátíð4 ririhátíð5

Pallettan heitir Presh Out og er með sjúklega flottum sanseruðumskuggum með glimmerögnum. HÉR getið þið séð hvað Temptalia hafði að segja um pallettuna. Hún fær bara ágætiseinkunn hjá henni. Ég er sérstaklega spennt fyrir að nota tvo dekkstu litina og ég held ég noti svo eyelinerinn við þá frekar en ljósari litina. En ég sýni ykkur útkomuna að sjálfsögðu!

Það skemmtilega við þessa tegund af augnskuggum frá MAC er að það er hægt að bleyta uppí augnskuggunum og þá verður sanseraða áferðin ekkert smá þétt og flott. Annað hvort geri ég það eða nota kremaðan augnskugga undir augnskuggana til að fá svipaða útkomu.

ririhátíð6

Svo styttist nú í komu Viva Glam varalitarins og varaglossins sem Rihanna hannaði fyrir merkið. Söngkonan elskar MAC og það hefur hún aldrei farið leynt með. Viva Glam vörurnar eiga að koma út í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs svo mæta þeir líklega stuttu seinna hér hjá okkur.

viva

Ég ætla hiklaust að fá mér þessar vörur!

EH

30 tímum seinna...

Skrifa Innlegg