fbpx

MAC <3 RiRi – Hátíðarlína

Fræga FólkiðMACmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Mikið var ég ánægð að sjá að það er búið að tilkynna það að hátíðarlínan sem Rihanna gerði í samstarfi við MAC sé á leið til Íslands. Ég var búin að vita af þessu í smá tíma en ég vildi kannski leyfa þeim hjá MAC hér á Íslandi að vera fyrstar með fréttirnar. Línan er þó líklega ekki væntanleg núna fyrir jólin heldur annað hvort á milli jóla og nýárs eða eftir áramót. Ég leyfi ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með.

Það er áfram sami stíll yfir línunni og var í haustlúkkinu sem þið sjáið HÉR. Það er reyndar minna af vörum í lúkkinu en var í síðustu línu og það er kannski skrítið en ég er langspenntust yfir augnskuggaburstanum í þessari línu heldur en beint förðunarvörunum. Í línunni er nefninlega búið að setja saman tvo af mínum uppáhalds MAC burstum í einn bursta. Svo eru það blautu metallic eyelinerarnir sem heilla.

Línan samanstendur af þremur varalitum (þar á meðal RiRo Woo sem seldist upp síðast), tveimur mismunandi augnskuggapallettum, púðri, tveimur blautum eyelinerum, einum tvöföldum augnskuggabursta, naglalakki og snyrtibuddu.

Hér sjáið þið svo myndir af vörunum í lúkkinu…mac-rihanna-holiday-collection

Eina við þessa línu sem ég get mögulega sett útá að þetta eru kannski of miklar fegurðarförðunarvörur ég hefði viljað sjá ýktari liti og meiri eyelinera en mögulega verður mér að ósk minni seinna. Samt sem áður er ég sko alveg á því að ég verði að eignast fleiri RiRi varaliti og þá einna helst RiRi Woo ég fékk mér hann ekki síðast og ég kannski sé örlítið eftir því – ég gæti að sjálfsögðu fengið mér Ruby Woo en mér finnst það ekki alveg það sama. Það er nefninlega alveg gaman að eiga svona limited edtion ;)

Annars er Rihanna ekki á leið frá MAC í bráð en hún hannaði nýjasta Viva Glam litinn sem er væntanlegur í sölu hér á landi á næsta ári.

Svona að lokum þá má geta þess að allir varalitirnir úr hátíðarlínunni seldust upp á örfáum mínútum í netverslun MAC í Bandaríkjunum núna í morgun – þetta samstarf er að slá í gegn :)

EH

Hátíðarvarir #2

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. SJ

    6. December 2013

    Ég var svo heppin að vera ein af þeim sem gat pantað mér alla þrjá varalitina í gegnum vefsíðuna hjá MAC.com… seldist upp á 10 mínútum!