fbpx

Áramótakjóll <3

ÁramótLífið MittNýtt í Fataskápnum

Síðustu vikur og daga hef ég eytt miklum tíma inní Smáralind þar sem ég hef verið að kynna snyrtivörur fyrir ýmsar heildsölur í aðdraganda hátíðanna. Alltof oft hef ég labbað framhjá Selected og horft á einn fallegasta kjól sem ég hef séð í glugganum á versluninni og mér er það óskiljanlegt hvernig ég gat staðist það að taka hann ekki heim með mér við fyrstu sýn. Ég lofaði sjálfri mér reyndar því að fyrst þyrfti ég að losa vel úr fataskápnum mínum á fatamarkaði helgarinnar svo það væri nú pláss fyrir þennan fallega kjól sem þið sjáið hér fyrir neðan.

Þessi verður áramótakjóllinn minn í ár það er engin spurning. Öll þessi litadýrð á vel við á þessu mikla sprengju og gleðikvöldi. Ég hlakka mikið til að fá að klæðast honum og ég sýni ykkur myndir – á næsta ári :)

Fyrir áhugasamar þá eru ennþá nokkur stykki til af honum inní Selected Smáralind. En kjóllin er frá merkinu YAS sem er reyndar undirmerki Vero Moda sem var nýlega fært yfir í Selected. Ég re reyndar mjög ánægð með það af því ég hefði ábyggilega ekki komið auga á þessa gersemi í svo stórri búð eins og Vero Moda en hann fór ekki framhjá mér inní Selected og mér finnst líka bara merkið passa mun betur þar inni.

Þá er ég komin með báða hátíðarkjólana mína en annað kvöld mun ég klæðast svarta flauelskjólnum mínum frá AndreA Boutique.

EH

Söfnun fyrir Kvennaathvarfið: Kýlum á það - Stöðvum ofbeldið

Skrifa Innlegg